Af leiklist og heimspeki í 7. bekk og afrakstur ljóðasmiðju
Veturinn 2015–2016 hafa þau Inga Bjarnason leiklistarkennari og Kristian Guttesen heimspekikennari leitt saman hesta sína og kennt leiklist og heimspeki saman í 7. bekk í tilraunaskyni. Fyrir jól fræddust nemendur og ræddu saman um gríska heimspekinginn Sókrates, en svo var farið á samnefnt leikrit í Borgarleikhúsinu í nóvember, þar sem nemendur hittu leikara og leikstjóra og skeggræddu verkið. Í kjölfarið unnu nemendur verkefni upp úr leikritinu bæði heimspekilegs og leiklistarlegs eðlis.
Eftir jól hafa nemendur hlustað á útvarpsleikritið Ausa Steinberg, sem Inga Bjarnason leikstýrði í febrúar 2001 og leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir flutti. Lofsamlega var fjallað um leikritið í fjölmiðlum á sínum tíma og er lesendum bent á eftirfarandi hlekki, vilji þeir fræðast um það:
Ef ég myndi einhvern tíma verða stór – Mbl, 24. febrúar 2001
„Margir hlustendur upplifðu verkið sem eins konar hugvekju“ – Mbl, 12. apríl 2001
Í kjölfarið hafa nemendur unnið verkefni sem bæði tekur á upplifun af verkinu, vangaveltur um hlutverk tónlistar í því og vísanir í heimspeki danska hugsuðarins Sørens Kierkegaard, en um hann má m.a. fræðast í eftirfarandi grein:
Hver var Søren Kierkegaard og hvert var framlag hans til heimspekinnar? – Vísindavefurinn, 1. júlí 2011
Föstudaginn 12. febrúar 2016 var haldin ljóðasmiðja fyrir nemendur í heimspeki og leiklist, en kennararnir telja margt náskylt með greinunum og ljóðlist og sköpun vera einn af mörgum snertiflötum þeirra. Í tímanum fræddust nemendur um ljóðlist 20. og 21. aldar og spreyttu sig svo á ljóðagerð. Hér birtist afrakstur nokkurra nemenda bekkjarins, en þess má geta að ljóðin eru öll ort undir bragarhættinum pantúm.
Sjónvarpið sýnir söngvara syngja
Sólin skín sykursætum sólargeislum
Söngvarar syngja söng sem sumir skilja ekki
Sumarsýkin segir sumt sem er smátt
Sólin skín sykursætum sólargeislum
Sveitin sýnir sumum sönginn
Sumarsýkin segir sumt sem er smátt
Skjaldbakan syngur söng sem særir stjórann
Sveitin sýnir sumum sönginn
Sjórinn skvettist á landið
Skjaldbakan syngur söng sem særir stjórann
Svartholið sækir sorgina sem deyr
– Eva María Vestmann Eyjólfsdóttir
Arnaldur vill fara í sund,
en hann þarf að passa hund.
Ebola var í Afríku
þar sem allir borða papríku.
En hann þarf að passa hund,
á meðan er hann að borga með pund.
Þar sem allir borða papríku,
allir dansa og syngja í Afríku.
Á meðan er hann að borga með pund,
að fá sér fína lund.
Allir dansa og syngja í Afríku
meðan allir borða kjöt í Galíleu
– Þorsteinn Sigurjónsson
Essin
Suðaustur sardínan syndir
safnar saffran, sterka saffran.
Syngjandi salerni saltar salsa,
stjarna stærðfræðinnar siglir.
Safnar saffran, sterka saffran,
sigurvegarinn sigrar slím.
Síminn sér snjódraug,
snigillinn saknar skessu.
Sigurvegarinn sigrar slím,
skauta skæri skína.
Snigillinn saknar skessu,
skordýrin skokka saman.
– Viktoría Ósk Kjærnested
Heiðskýr himinn, skýin hvít,
vindur, rok og rigning.
Veðrið er skrýtið,
já, það er víst, en ekki getum við breytt því.
Vindur, rok og rigning,
þetta er skip guðs.
Já, það er víst, en ekki getum við breytt því,
fýla, gleði, sorg og hræðsla.
Þetta er skip guðs,
en mennirnir hafa áhrif á hans skip.
Fýla, gleði, sorg og hræðsla,
eru þetta örlög jarðarinnar?
– Ilmur Kristjánsdóttir
Ljósi liturinn er litlaus í látum,
labbandi landdýrið með lítinn loga.
Lús með lýsi, lag með lamb,
loðinn lampi, lol með laki.
Labbandi landdýrið með lítinn log,
langhalað ljón, með látlausan langvin.
Loðinn lampi, lol með laki,
latína liljan, með laufviða lyfin.
Langhalað ljón, með látlausan langvin,
landstjórn sem langeltlir landtakandi linsur.
Latína liljan, með laufviða lyfin,
landnemi eins og landsnigill.
– Tersea Ann Frigge
Þegar sólin skín er ég ánægð,
þegar rigning er, er ég leið.
Þegar sólsetur er fer ég alveg hjá mér,
þegar ég vakna snemma á mánudagsmorgni verð ég reið.
Þegar rigning er, er ég leið,
nema ef ég hoppí polla,
Þegar ég vakna snemma á mánudagsmorgni verð ég reið,
nema ef ég fæ mér kaffibolla.
Nema ef ég hoppí polla,
verð ég ánægð þegar rigning er.
Nema ef ég fæ mér kaffibolla,
verð ég ánægð þegar mánudagsmorgunn er.
– Freyja Guðrún Mikkelsdóttir
Dauðinn
Hann kemur inn,
óboðinn gestur.
Með eitthvað í hendi,
það glitrar í hendi hans.
Óboðinn gestur,
í svartri slæðu.
Það glitrar í hendi hans,
ég veit hvað mun gerast.
Í svartri slæðu,
með hníf í hendi.
Ég veit hvað mun gerast,
hann taka mig mun.
Með hníf í hendi,
hann kemur enn nær.
Hann taka mig mun
og saman við förum.
– Áróra Elí Védísardóttir