Heimspeki í 5 ára deild: Hvað eru draumar?
Í fyrsta tíma vetrarins 2015–2016 var spurningin Hvað eru draumar? rædd. Á sínum tíma fór samræðan um víðan völl, en í tímanum 15. febrúar 2016 var umræðuefnið aftur tekið til skoðunar. Að þessu sinni komst hópurinn nokkuð fljótt að niðurstöðu og sammæltist um eftirfarandi svar:
Draumar eru hugmyndir
Í kjölfarið fengu krakkarnir það verkefni að teikna draum og getur hér að líta afrakstur nokkurra af þeim mörgum frjóum og fallegum myndum sem urðu til. Hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær.