Heimspeki í 1. bekk
Í heimspekitímum í 1. bekk veturinn 2015–2016 hafa nemendur ástundað heimspekilega samræðu og glímt við rökleikniþrautir af ýmsum toga. Þegar nemendur hafa öðlast færni í aðferð heimspekilegrar hugsunar, fæðast oft bráðskemmtilegar spurningar í huga þeirra. Í tímanum í morgun, þriðjudaginn 16. febrúar 2016, urðu t.a.m. eftirfarandi spurningar til:
Hvernig varð Guð til? (Lóa)
Hvernig voru dagarnir fundnir upp? (Tekla)
Hvernig urðu litirnir til? (Lóa)
Af þessu má til sanns vegar færa að í heimspekitímum hafa þátttakendur, þ.e. bæði kennarinn og nemendurnir, meiri áhuga á að komast að góðum spurningum heldur en því hvort til séu rétt eða röng svör. Heimspekin fæst nefnilega við opnar spurningar, en einkenni þeirra er að við þeim eru oft mörg ólík en jafngild svör – og stundum kannski ekkert svar.
Kristian Guttesen, heimspekikennari í Landakotsskóla, hefur ritað stutta og fróðlega grein um heimspeki með börnum sem birtist á fjölskylduvefnum Ullendullen.is, en greinina má nálgast með því að smella hér.