Landakotsnemendur tóku þátt í Milljarður rís
Föstudaginn 19. febrúar 2016 tók UN Women á Íslandi þátt í Milljarður rís þar sem dansað er fyrir réttlæti. Í ár var dansað af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýnt í verki að okkur stendur ekki á sama.
Nemendur og kennarar úr 5 ára deild, 1., 2. og 6. bekk auk yngsta stigs Alþjóðadeildar gengu niður í Hörpu og tóku þátt í átakinu.
Á myndasíðu Landakotsskóla getur að líta safn með myndum frá viðburðinum. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.