Samsöngur skólakóra
Miðvikudaginn 17. febrúar 2016 tóku kórar Landakotsskólaskóla (4. - 6. bekkur og B hópur) þátt í samsöng skólakóra í Tjarnarsal Ráðhússins. Þar sungu 300 börn og fjórar söngdýfur nokkur lög í tilefni friðhátíðar sem þarna var formlega sett af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Söngurinn var sérlega fallegur og snerti alla viðstadda. Einn kórdrengurinn lýsti upplifun sinni á þann veg að hann hefði fengið gæsahúð – söngurinn hefði verið svo fallegur og hann hefði jafnvel líka séð einhver hrifningartár falla!
Á myndasíðu Landakotsskóla getur að líta safn með myndum frá generalprufunni, sem Navarana Berthelsen kennaranemi frá Grænlandi tók. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.