Góður árangur á Íslandsmóti barnaskólasveita um liðna helgi

on .

 Góður árangur á Íslandsmóti barnaskólasveita, 9.-10. apríl 2016

Íslandsmót barnaskólasveita fyrir fjórða til sjöunda bekk fór fram um helgina, 9.-10. apríl 2016, og náði Landakotsskóli gríðarlega góðum árangri þrátt fyrir að aðeins hluti liðsins hafi verið krakkar úr 4.-7. bekk og drjúgur hluti úr 1.-3. bekk. Í flestum viðureignum voru Landakotsskólakrakkarnir því að tefla upp fyrir sig, gegn mun sterkari andstæðingum. Engu að síður náði liðið 27. sæti af 31 mögulegu.

Eins og endranær létu þessir skemmtilegu krakkar aldrei deigan síga og enn og aftur er vert að minnast þess að hegðun Landakotsskólabarna var til mikillar fyrirmyndar og tóku þau jafnt sigrum sem ósigrum af miklum drengskap.

Á myndasíðu Landakotsskóla getur að líta safn með myndum af seinna keppnisdegi skámótsins, sem Una mamma Iðunnar tók í gær 10. apríl 2016. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.