Sterkir stærðfræðingar á unglingastigi

on .

 Sterkir stærðfræðingar á unglingastigi

Í byrjun mánaðar var tilkynnt um niðurstöður stærðfræðikeppni grunnskólanna sem Menntaskólinn í Reykjavík stendur fyrir á hverju ári. Alls tóku um 500 nemendur þátt úr 8., 9. og 10. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur. Landakotsskóli átti þrjá nemendur meðal tíu efstu í 8. bekk og 10. bekk. Þetta voru þeir Kári Ingvi Pálsson úr 8. bekk sem var í 7. sæti í sínum flokki, Hubert Piotr Czurylo sem var í 9. - 10 . sæti og Freyr Hlynsson sem var í 7. sæti, báðir úr 10. bekk. Þetta verður að teljast býsna góður árangur fyrir svona lítinn skóla. Við óskum þeim og Sigríði Hjálmarsdóttir, stærðfræðikennara innilega til hamingju með góðan árangur.