Barnafréttir: Þemadagar 2016 í Landakotsskóla

on .

Barnafréttir: Þemadagar 2016 í Landakotsskóla

Ísafold og Janelle

Á þemadögum í Landakotsskóla á þessu ári var fjallaðum Barnasáttmálann. Barnasáttmálinn snýst um það að mannréttindi eiga að tryggja öllum manneskjum rétt til þess að njóta mannlegrar reisnar, eins og meðal annars kemur fram í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948. Börn eiga að sjálfsögðu að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir. Vegna þroska- og reynsluleysis njóta börn ekki alveg sömu réttinda og það er það sem Barnasáttmálinn snýst um. Til að fá meiri upplýsingar um Barnasáttmálann kíkið endilega á barnasattmali.is. Á Þemadögum 2016 var skólanum skipt í nokkra hópa. 5 ára bekkur til 4. bekkur var saman og skipt í 11 hópa og svo var 5.-10. bekkur saman í hóp og einnig skip t í 11 hópa. Við erum fréttastofan Barnafréttir og við heimsóttum alla hópana, kynntum okkur málið, tókum viðtöl og skrifuðum svo fréttir um það sem fyrir augum bar.

Hægt er að skoða myndir af starfi Barnafrétta á Þemadögum 2016 í myndasafni Landakotsskóla undir valstikunni Nemendur hér að ofan eða með því að smella hér.

Veftímaritið Barnafréttir má finna neðst á valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.