Heimsókn frá Fjarðabyggð

on .

Heimsókn frá Fjarðabyggð, 9. september 2016

Föstudaginn 9. september fengu 6-12 ára nemendur Landakotsskóla heimsókn frá Fjarðabyggð. Var þar á ferð 3gja manna hópur á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Berglind Agnarsdóttir sagði sögur, Jón Hilmar Kárason lék undir á gítar og Guðjón Birgir Jóhannsson skapaði margbrotna hljóðmynd sem kallaðist á við söguna.

Tónleikarnir heita Blind og voru allir áhorfendur, nemendur og kennarar, með bundið fyrir augun meðan á flutningi stóð. Er tilgangur þess sá að áhorfendur leiti inná við og geti dýpkað upplifun sýna af flutningnum án nokkrar truflunar. Nemendur og kennarar reyndu þarna nýja og áhugaverða nálgun á því hvernig má hlusta og upplifa í sameiningu.

Hægt er að skoða myndir frá tónleikunum í myndasafni Landakotsskóla undir valstikunni Nemendur hér að ofan eða með því að smella hér.