Nemendaráð Landakotsskóla 2016-2017
Fyrsti nemendaráðsfundur í Landakotsskóla haldinn 1. nóvember.
Fulltrúar nemenda voru;
Birna og Kristján fyrir 1. bekk.
Sandra og Matthías fyrir A í alþjóðadeild.
Áslaug og Matthías fyrir 2. bekk.
Ásta og Baldvin fyrir 3. bekk.
Maja og Carola fyrir B í alþjóðadeild.
Auður og Jón fyrir 4. bekk.
Dísa fyrir 5. bekk.
Kristján og Korydwen fyrir 6.bekk.
Sólvin og Una fyrir 7. bekk.
Alma og Ian fyrir C í alþjóðadeild.
Ólafía María og Hera héldu utan um fundinn og munu framvegis funda með hópnum oftast þannig að yngstastigið fundar með Heru og miðstigið fundar með Ólafíu Maríu. Ætlunin er að funda einu sinni í mánuði
Í dag kynntu fulltrúarnir sig. Síðan var rætt um ýmis mál og það var greinilegt að þessir nýkjörnu fulltrúar höfðu ýmislegt til málanna að leggja. Að okkar mati er mikilvægt að við kennum nemendum á lýðræðissamfélagið sem við búum í, að iðka þetta lýðræði og að raddir barna fái að hljóma. En okkur ber skylda sem grunnskóli að finna farveg fyrir raddir barnanna og að þau geti og hafi áhuga á að koma að ákvörðunartöku að málefnum sem þau varðar.
Við hlökkum til að starfa með þessum ágætu börnum.
Hera og Ólafía María