Íslenskuverðlaun í Hörpu

on .

21.nóvember 2016

 

Íslenskuverðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu þriðjudaginn 16. nóvermber, á degi íslenskrar tungu. Umsjónarkennarar og íslenskukennari í unglingadeild útnefna nemendur.

Að þessu sinni fengu Ófeigur Ovadia Simha Hlöðversson í 3. bekk, Unnur Maren Þiðriksdóttir í 7. Bekk og Íris Björk Ágústsdóttir í 10. bekk viðurkenningu. Ófeigur fyrir að leggja sig ávallt fram og gerir sitt besta, að vera vinnusamur, lesa mikið og vera sérlega duglegur að skrifa sögur og segja frá skemmtilegum atburðum. Unnur fyrir að vera mjög duglegur og samviskusamur nemandi sem hefur gott auga fyrir íslenskri tungu og vandar alltaf til verka. Hún er mjög skapandi í sínum skrifum og hefur unnið áhugaverða texta sem spennandi er að lesa. Og Íris fyrir að hafa næman skilning á íslenskri tungu og bókmenntum og hefur náð góðum árangri í öllum greinum íslenskunnar.