Þemadagar, 3., 4., 7.bekkur og C hópur Alþjóðadeildar
26.mars 2017
Á nýyfirstöðnum þemadögum unnu nemendur úr 3., 4., 7. bekk og C-hóp Alþjóðadeildar saman. Var þeim skipt í 4 hópa og hver hópur vann 3 verkefni sem tengdust frönskumælandi löndum. Einn hópur vann með tónlist, annar með körfugerð, þriðji með franskar bókmenntir og fjórði með fána landa sem þar sem franska er töluð. Á föstudagsmorgun kom svo allur hópurinn saman á Borgarbókasafni og sýndi afurðir þemadaga og enduðu þau svo á menningarmóti þar sem þau sýndu hluti sem skipta þau máli og buðu gestum og gangandi að spyrja sig út í þá á frönsku. Meðal gesta á menningarmóti voru frú Vigdís Finnbogadóttir og franski sendiherrann á Íslandi. Hér má sjá fleiri myndir.