Tónlistarleikhús

on .

15.maí 2017

 

Nemendur í 3. bekk hafa í vetur unnið við gerð tónlistarleikhúss í tónmenntatímum hjá Nönnu Hlíf. Ákváðu þau að setja upp söngleik um Bangsímon sem tókst með eindæmum vel. Lögin og leikritið sömdu þau hjá Nönnu Hlíf, dýragrímur bjuggu þau til í textíl hjá Stefaníu og skógurinn varð til í myndmennt hjá Louise. Í morgun buðu þau skólastjóra og foreldrum á fyrri sýningu og því næst nemendum úr 1. og 2.bekk á seinni sýningu. Myndirnar segja meira en mörg orð og hér er tengill á myndasafnið.