1.bekkur heimsækir lögreglustöðina
9.apríl 2018
Síðastliðinn föstudag fóru nemendur 1.bekkjar í heimsókn á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Sigríður lögreglustjóri og Haraldur lögreglumaður tóku mjög vel á móti hópnum sem fékk fræðslu um störf lögreglunnar. Þau fengu að setjast á bak lögreglumótorhjóls, heyra í sírenum og setjast inn í Svörtu-Maríu. Að lokum fengu börnin að setjast inn í fangaklefa og voru svo leyst út með lögreglubarmmerki eftir að hafa fengið kleinur og djús. Var þetta mjög skemmtileg og fræðandi heimsókn og hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni.