Stærðfræðikeppni grunnskóla

on .

13. apríl 2018

Stærðfræði keppni grunnskóla var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík 13. mars síðastliðinn og nemendur Landakotsskóla stóðu sig frábærlega eins og oft áður.

Alls kepptu 347 nemendur frá Reykjavík Seltjarnarnesi og Kópavogi 

Fjöldi keppenda var sem hér segir:

10. bekkur: 134

9. bekkur: 99

8. bekkur: 114

10. bekkur var að undirbúa árshátíð skólans svo aðeins einn tók þátt frá okkur.

Úr 9. bekk kepptu 4 nemendur og varð Teresa í 2. sæti og Ilmur í 11 sæti.

Úr 8. bekk kepptu 7 nemendur og varð Ásta í 10 sæti,  Katla í 9 sæti og Kiril í 7 sæti. Geta má þess að Unnur var mjög nærri því að lenda í verðlaunasæti.

Óskum við þeim til hamingju með þennan glæsilega árangur.  Hér má sjá fleiri myndir.