Evrópski tungumáladagurinn

on .

27. september

Í gær, 26. september, var evrópski tungumáladagurinn. Við í Landakotsskóla fögnuðum honum með því að klippa út lauf úr kartoni og fékk hver bekkur sinn lit. Á laufin skrifuðu börnin orðið "ást" á þeim tungumálum sem þau tala heima hjá sér. Laufblöðin hengdu þau svo á tungumálatréð okkar sem hangir inni í matsal og hvetjum við ykkur til að klíkja á það þegar þið komið næst í skólann.

Í tilefni dagsins var nemendum unglingastigs boðið í Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur, þar sem þau hittu frú Vigdísi, fóru í ratleik og 10.bekkingar fengu að spreyta sig á forngrisku.

Hér má sjá fleiri myndir frá vinnunni við tréð og heimsókninni í Veröld.