Barnafréttir: Skýrsla um hópavinnu

on .

 Af Þemadögum: Skýrsla um hópavinnu

Eftirfarandi er skýrsla Maju og Önnu Ágústs, sem höfðu umsjón með Hóp 5 á Þemadögum, 2.-4. maí 2016.


Þemadagar 2.–4. maí 2016

Greinarnar sem við unnum með voru:

12. grein: Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós.
13. grein: Tjáningarfrelsi
14. grein: Skoðana- og trúfrelsi
15. grein: Félagafrelsi

Af Þemadögum: Skýrsla um hópavinnu

Mánudagur 2. maí 

Við byrjuðum á því að setjast í hring og láta börnin rétta upp hönd og segja okkur hvað þau héldu að hver og ein grein þýddi. Síðan útskýrðum við fyrir þeim hvað hver og ein grein þýddi. Anna skrifaði niður hvað hver og einn sagði og setti það síðan upp á töflu þannig að börnin gætu séð hvaða hugmyndir komu fram þegar við vorum í hugstormun.

Af Þemadögum: Skýrsla um hópavinnu

Að loknum frímínútum skiptum við börnunum upp í fjóra hópa. Hver hópur fékk eina grein sem þau áttu að útfæra á plakat. Börnin réðu hvernig þau myndu setja verkefnið fram, annað hvort að teikna eða klippa út form. Einn í hópnum var skipaður ritari og sá um að skrifa lengri texta um greinina.

Af Þemadögum: Skýrsla um hópavinnu

Þriðjudagur 3. maí

Börnin komu saman inni í stofu. Því næst létum við þau búa til andlit og hendur, hugsanablöðrur og talblöðrur. Börnin skrifuðu í blöðrurnar það sem tengdist þeirri grein sem þau voru að vinna með.

Af Þemadögum: Skýrsla um hópavinnu

Að því loknu tók Anna einn hóp í video upptöku, þar sem hópurinn sýnir það sem hann hefur verið að vinna með.

Miðvikudagur 4. maí

Þeir sem áttu eftir að klára plakatið gera það. Anna tekur hópa í video upptökur. Nemendur búa til tré þar sem nöfn barnanna eru skrifuð á greinarnar. Við hengjum upp verkefnin okkar og þeir sem eru búnir með sitt eiga að búa til litlar myndir um sínar greinar.

Þeir sem voru í hópnum okkar voru:

5 ára Ísak Mattías Lukka

1. bekkur Alexandra Oddný Valentína

2. bekkur Ófeigur Baldvin Bjarki

3. bekkur Kjartan Sóley

4. bekkur Tómas Chisom Kristín

Alþjóðadeild. Olivia Oliwia Maya

Kennarar: Maja og Anna Ágústs