Þrír nemendur fengu Íslenskuverðlaun unga fólksins

on .

agustanjaragnheidur

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2021 voru afhent í Hörpu mánudaginn 21. febrúar. Sérhver grunnskóli tilnefnir nemendur til verðlaunanna, þrír nemendur frá Landakotsskóla fengu verðlaun: Ágúst Minelga Ágústsson 10. bekk, Anya Sara Ratanpal 7. bekk og Ragnheiður Hafstein 3. bekk.

Í tilnefningu Ágústar til verðlaunanna segir: Fyrir miklar framfarir í íslensku og afar góðan lesskilning á þungum texta, til dæmis Gísla sögu Súrssonar. 

Í tilnefningu Önju til verðlaunanna segir: Fyrir góðan skilning á íslensku sem kemur fram í tilfinningu hennar fyrir flóknum hugtökum í ýmsum námsgreinum. 

Í tilnefningu Ragnheiðar til verðlaunanna segir: Fyrir að hafa náð að tileinka sér ólíka nálgun í textaskrifum og hafa ótrúlega gott vald á tungumálinu þrátt fyrir ungan aldur. 

Allir 67 verðlaunahafarnir fengu viðurkenningarskjal og bókina Ljóðaúrval með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar í samantekt Böðvars Guðmundssonar.

Afhending verðlaunanna er venjulega á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember en fór að þessu sinni fram á Alþjóða­degi móður­málsins 2022 þar sem fresta þurfti henni vegna heimsfaraldurs.

Við óskum Ágústi, Öngju og Ragnheiði innilega til hamingju með verðlaunin.