Verðlaunaafhending frönskukeppni grunnskólanema
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.
Síðast liðinn laugardag var afhending verðlauna vegna frönskukeppni grunnskólanema í Alliance française.
20. mars er alþjóðlegur dagur franskra tungu en það hefur núna breyst í alþjóðlegan mánuð frönskumælandi menningarheima.
Allskonar viðburðir eru í gangi og einn af þeim er frönskukeppni grunn- og framhaldsskólanema.
Keppnin er skipulögð af félagi frönskukennara á Íslandi og Landakotsskóli tekur nú árlega þátt.
Þemað í ár var "un chef de cuisine à la télévision".
Nemendur útbjuggu myndband um uppskrift en francais bien sûr.
Dómnefndina skipuðu Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir (ritsjóri Gestgjafans), Renaud Durville (franska sendiráðinu) og Adelins D'Hont (framkvæmdastjóri Alliance francaise).
Verðlaun hlaut Iðunn Helgadóttir (9. bekk) fyrir myndbandið sitt Pâtisserie avec Iðunn
Verðlaun hlutu einnig Chisom Osuala, Katrín Jónsdóttir, Kristín Björg Skúladóttir og Kristján Árni Ingólfsson (10. bekk) og
Vésteinn Viktorsson og Þorvaldur Wilhelm Sigurjónsson (10 bekk)
Alls tók 21 grunnskólanemi þátt.
Við erum mjög stolt af þeim 🙂
Solveig Simha, frönskukennari