Glæsilegur árangur á Vesturbæjarbiskupnum 2016

on .

Glæsilegur árangur á Vesturbæjarbiskupnum 2016

Vesturbæjarbiskinn 2016 var haldinn í Hagaskóla í dag, 20.  apríl 2016, en það er einstaklingsskákmót fyrir börn á grunnskólaaldri. Ólíkt í fyrra þegar Iðunn sem nú er í 3. bekk mætti ein, voru nú mættir 6 keppendur úr Landakotsskóla: Kirill, Adam, Henrik, Iðunn, Hafdís og Arndís Ósk.

Allir stóðu sig með prýði og gaman að sjá hve vel börnin fylgdust hvert með öðru og studdu hvert annað á mótinu. Margir harðir andstæðingar komu á mótið og ber þá sérstaklega að nefna keppendur úr Álfhólsskóla þar sem er mjög öflugt skákstarf, en þaðan kom stór hópur vestur í bæ.

Glæsilegur árangur á Vesturbæjarbiskupnum 2016

Iðunn Helgadóttir, sem fyrir tveimur vikum vann til afreka á Skólaskákmóti Landakotsskóla 2016, náði þó tveimur verðlaunapeningum fyrir hönd Landakotskrakkanna: 2. sæti í flokki 1-3. bekkjar og 2. sæti í stúlknaflokki (allra bekkja samanlagt).

Landakotsskóli má vera stoltur af sínum krökkum sem voru skólanum til sóma, nú sem áður.