Alþjóðadagur móðurmálsins

on .

26. febrúar

thumbnail 20200221 130205
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.

Haldið var upp á Alþjóðadag móðurmálsins 21. febrúar sl. Hver bekkur skráði inn á heimskort þau tungumál sem eru töluð í viðkomandi bekk og heimskortið var sett upp á áberandi stað í skólanum. Nemendur og starfsfólk skólans tala samtals yfir 30 tungumál. 

20200221 090626
Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir. 

Nemendur í 1. og 2. bekk og 5. og 7. bekk fóru í heimsókn í Veröld og unnu verkefni þar sem áhersla var á pólskt tungumál.

Landakotsskóli er stoltur af þeim fjársjóði sem nemendur eiga í þeim tungumálum sem þeir tala. Það endurspeglar áherslur skólans sem felast ekki síst í öflugri tungumálakennslu.

A-sveit Landakotsskóla í 7-11. sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita

on .

26. febrúar
IMG 4359
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir
 
Íslandsmót grunnskólasveita 1-3.bekkjar fór fram föstudaginn 21.febrúar í íþróttahúsi Smárans í Kópavogi. Landakotsskóli sendi tvær sveitir á mótið og hafnaði A-sveit Landakotsskóla í 7-11. sæti en alls tóku 43 skáksveitir þátt. Flottur árangur! 
 

A-sveit 4.-7.bekkjar Landakotsskóla með silfur á Reykjavíkurmóti grunnskóla

on .

10. febrúar 2020

forsíða feb 2020
Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir.

A-sveit 4.-7.bekkjar Landakotsskóla í landaði silfrinu á Reykjavíkurmóti grunnskóla sem fram fór í Taflfélagi Reykjavíkur 3.-4.febrúar. A-sveit 1-3.bekkjar varð einnig í 7.sæti í sínum flokki. Landakotsskóli sendi fimm sveitir á mótið. Flottur árangur og mikil gróska í starfinu.