Samræmd próf í 9. bekk yfir landsmeðaltali í Landakotsskóla

on .

27. apríl 2020

Niðurstöðu samræmdra prófa í 9. bekk er komnar í hús og gekk nemendum skólans flestum vel og eru niðurstöður yfir landsmeðaltali. Til hamingju með góðan árangur kæri 9. bekkur! Hér fyrir neðan má sjá mynd þar sem sjást hæfnieinkunnir nemenda miðað við landsmeðaltal. 

Hæfnieinkunnir lítil2

Heimsókn á Listasafn Reykjavíkur

on .

17. 4. 2020

Sol LeWitt2b 6

Í mars heimsóttu nemendur Landakotsskóla tvær sýningar á Listasafni Reykjavíkur. Hér má sjá myndir af nemendum við það tilefni.

Annarsvegar verk Hrafnhildar Arnardóttur innsetningin Chromo Sapiens sem einnig er þekkt sem Shoplifter. Verkið liggur á mörkum myndlistar, gjörninga og tísku og sækir hún áhrif frá dægurmenningu og fjöldaframleiðslu, auk alþýðulistar og handverkssögu. er verk Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter og var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2019. Íslenska hljómsveitin HAM semur tónverk sem hljómar í verkinu. Hér má lesa kynningu um sýninguna.

Hinsvegar yfirlitssýning á verkum bandaríska hugmyndalistamannsins Sol LeWitt sem skoðar tengsl myndlistar og stærðfræði, hér má lesa kynningu um sýninguna.

 

Gleðilega páska!

on .

6. apríl 2020

9
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir. 

Nemendur í 3. bekk skoðuðu páskaliljur til að fá hugmyndir að þessum fallegu textílverkum sem þau unnu í tilefni páskanna. 

Í myndskeiðinu hér fyrir neðan segja 3. bekkingar frá því hvað þeir hafa lært í skólanum í vikunni og senda kveðjur til þeirra sem ekki hafa getað komið í skólann.