Hringekja á miðstigi

on .

2. febrúar 2018

27591008 10156104959869127 1583265145 n

Í hringekju í morgun bökuðu nemendur úr 7.bekk þetta girnilega brauð. 

Lestrarhestar í 8.bekk

on .

21. janúar 2018

IMG 0816

Nemendur áttunda bekkjar stóðu sig eins og hetjur í heimalestri fyrir jól og lásu samtals 39 bækur! Sumar hverjar eru hinir mestu doðrantar. Þau útbjuggu þessar fallegu bókahillur sem hafa að geyma upplýsingar um þær bækur sem þau lásu og hver las. Hillurnar eru fallega skreyttar, m.a. með klippimynd af Ópinu eftir Edvard Munch. 

Óvitar - Leikhús barnanna

on .

14. janúar 2018

Haustsýningin hjá Leikhúsi barnanna var Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttir í leikgerð Ingu Bjarnason. 22 börn tóku þátt í sýningunni og stóðu litlu leikararnir sig með mikilli prýði og skemmtu áhorfendum sér vel. Leikið var í elsta leikhúsi bæjarins, Iðnó, og voru sýninganar tvær. Sú fyrri var fyrir aðstendur litlu leikarana en sú síðari fyrir nemendur og kennara Landakotsskóla. Hér má sjá myndir frá sýningunum.

Vorsýninginn: Söngleikurinn “Ólivía” bygð á “Oliver Tvist” eftir Charles Dickens í leikgerð Ingu Bjarnason verður tekin til sýningar í vor og er hann tíunda uppsetning Leikhúss barnanna í samvinnu við Landakotsskóla.Það eru 3 fullorðnir sem standa að sýningunum: Inga Bjarnason leikstjóri og leiklistarkennari (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), S. 8685560, Virginia Gillard trúðleikari og leiklistarkennari. (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) S. 6923642 og Kjartan F Ólafsson kennari og tónlistarmaður

Fyrri leikverk sem leikhúsið hefur tekið til sýningar: Undranóttin eftir Hlín Agnarsdóttur, Bangsímon leikgerð eftir Ingu Bjarnason, Draugarnir í Iðnó eftir Ingu Bjarnason, Rómeó og Júlía trúðleikur með texta Shakespeare í leikgerð efir Ingu Bjarnason, Gullna hliðið eftir Daðvíð Stefánsson í leikgerð eftir Ingu Bjarnason, jólunum aflýst og Leikhús álfanna eftir Ingu Bjarnason, Bugsý Marlon í leikgerð Ingu Bjarnason, Söngleikirnir: Anní, Galdrakarlinn í OZ og Óvitar.

Meiri upplýsingar um Leikhús barnanna er að finna hér.