Opnunarhátíð Barnamenningarhátíðar

on .

17. apríl 2018

 

Í morgun var öllum 4.bekkingum í Reykjavík boðið í Hörpuna á opnunarhátíð Barnamenningarhátíðar. Nemendur úr 4.bekk í Landakotsskóla brugðu sér því af bæ ásamt 3 kennurum.

Þegar í Hörpu var komið kynnti Sigyn Blöndal, kynnir hátíðarinnar, Dag B. Eggertsson borgarstjóra á svið þar sem hann setti hátíðina. Að því loknu tóku við einstaklega vönduð og skemmtileg atriði þar sem blásturssveit skipuð nemendum úr tónlistarskólum Reykjavíkur lék fyrir áhorfendur, drengir úr Listdansskóla Íslands sýndu verk um stríð og frið, nemendur úr Dansskóla Birnu Björns sýndu Street dans, Sirkus Íslands var með sýningu, Jói P og Króli sungu fyrir krakkana og lag hátíðarinnar, Ostapopp, var flutt. Var þetta frábær stund í alla staði og skemmtu nemendur og kennarar sér afar vel. Hér má sjá fleiri myndir frá ferðinni.

Stærðfræðikeppni grunnskóla

on .

13. apríl 2018

Stærðfræði keppni grunnskóla var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík 13. mars síðastliðinn og nemendur Landakotsskóla stóðu sig frábærlega eins og oft áður.

Alls kepptu 347 nemendur frá Reykjavík Seltjarnarnesi og Kópavogi 

Fjöldi keppenda var sem hér segir:

10. bekkur: 134

9. bekkur: 99

8. bekkur: 114

10. bekkur var að undirbúa árshátíð skólans svo aðeins einn tók þátt frá okkur.

Úr 9. bekk kepptu 4 nemendur og varð Teresa í 2. sæti og Ilmur í 11 sæti.

Úr 8. bekk kepptu 7 nemendur og varð Ásta í 10 sæti,  Katla í 9 sæti og Kiril í 7 sæti. Geta má þess að Unnur var mjög nærri því að lenda í verðlaunasæti.

Óskum við þeim til hamingju með þennan glæsilega árangur.  Hér má sjá fleiri myndir.

1.bekkur heimsækir lögreglustöðina

on .

9.apríl 2018

Síðastliðinn föstudag fóru nemendur 1.bekkjar í heimsókn á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Sigríður lögreglustjóri og Haraldur lögreglumaður tóku mjög vel á móti hópnum sem fékk fræðslu um störf lögreglunnar. Þau fengu að setjast á bak lögreglumótorhjóls, heyra í sírenum og setjast inn í Svörtu-Maríu. Að lokum fengu börnin að setjast inn í fangaklefa og voru svo leyst út með lögreglubarmmerki eftir að hafa fengið kleinur og djús. Var þetta mjög skemmtileg og fræðandi heimsókn og hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni.