Þemadagar

on .

23. mars

Hér í Landakotsskóla eru viðburðarríkir þemadagar að baki. Öllum nemendum af hverju stigi fyrir sig var skipt upp í hópa og unnið með viðfangsefnin lífbreytileika og sjálfbærni í bland við hugmyndir sem tengjast sýningunni sem nú er uppi í skólanum.

Vinnan var afar fjölbreytileg þar sem farið var í vettvangsferðir í fyrirtæki, söfn og virkjanir. Nemendur útbjuggu dýr sem borðað höfðu plast og forrituðu mál þeirra, þau gerðu leikföng, námsefni fyrir 5 ára og skrautmuni úr efnivið sem við fundum í náttúrunni, gerðu hugmyndir að umhverfisvænum leikvöllum, lærðu um útdauð dýr og áhrif mannsins á mörg þeirra, skoðuðu fuglalíf og áhrif mengunar á það, gerðu sandleiki um umhverfið, útbjuggu umhverfisvæn ílát sem má einnig borða, skoðuðu fiðrildi og umhverfi þeirra, plasteyjar í sjónum og svona mætti áfram lengi telja. Allir voru sammála um að dagarnir tókust vel, nemendur voru með frábærar hugmyndir og svo gefandi og skemmtilegt að vinna með þeim. Hér má sjá fjölmargar myndir frá þessum dögum.

 

Heimilisfræði í hringekju

on .

19. mars

5. bekkur var í heimilisfræði í hringekju í síðustu viku og útbjuggu þau sérlega girnileg og falleg ávaxtaspjót. Hér má sjá fleiri myndir frá þeim.

Stóra upplestrarkeppnin

on .

12. mars 2018

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Ráðhúsinu í Reykjavík miðvikudaginn 7. mars. Landakotsskóli sendi tvo keppendur úr 7.bekk; þær Brynhildi Glúmsdóttur og Sigrúnu Klausen, sem hlaut 3. sæti í keppninni. Báðar voru skólanum til mikillar prýði og stóðu þær þétt saman í öllum undibúningi. Landakotsskóli óskar þessum flottu og frambærilegu fulltrúum sínum innilega til hamingju með árangurinn. Hér má svo sjá fleiri myndir frá keppninni.