Frístund næsta vetur

on .

Í frístund mun starfa einn kennari auk Fanneyjar Sigmarsdóttur. Þau munu í sameiningu setja niður plan þar sem nemendur geta alltaf valið milli ólíkra kosta en frjáls leikur mun skipa mikilvægan sess. Þessir tveir fastráðnu starfsmenn frístundar munu einnig fá aðstoð lausráðinna starfsmanna einn til tvo daga í viku.

Þá verða fengnir sérstakir leiðbeinendur til að sjá um skipulagt nám í myndlist, tónlist, jóga, forritun og fyrir þá sem kjósa skák. Reynt verður að aldurskipta þegar það á við.

Þessu til viðbótar verða einnig tvær smiðjur á hverri önn. Smiðjurnar verða einn dag í viku og munu tveir listamenn slást í hóp leiðbeinenda.  Áhersla verður lögð á leiklist (skuggaleikhús og tónlistarleikhús) en einnig skoðuð tengsl myndlistar og tónlistar og skapandi stærðfræði svo eitthvað sé nefnt. Gert er ráð fyrir að hverri smiðju ljúki með sýningu.

Nánari upplýsingar um starfið má skoða með því að smella hér.

 

Sól og sumar

on .

Börn og fullorðnir gleðjast yfir sólinni og hafa nemendur Landakotsskóla nýtt góða veðrið vel undanfarið. Hefur bæði verið leikið og lært úti í sólinni eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

sol2

solbad

Samfélagsverðlaunin 2014

on .

Forseti Íslands afhendir ár hvert viðurkenningar fyrir Samfélagsverðlaunin 2014 en það er Fréttablaðið sem stendur fyrir þessum verðlaunum og eru þau veitt í 6 flokkum og geta allir sent inn tilnefningar.  Gunnar Vignir Guðmundsson sundkennarinn okkar var tilnefndur í flokknum frá kynslóð til kynslóðar. Tilnefningin kom frá sundlaugargestum Vestubæjarsundlaugar og foreldrum barna sem Gunnar hefur kennt í gegnum árin. Við óskum Gunnari til hamingju með tilnefninguna, hann er vel að henni kominn.

Gunnar