Frístund næsta vetur
Í frístund mun starfa einn kennari auk Fanneyjar Sigmarsdóttur. Þau munu í sameiningu setja niður plan þar sem nemendur geta alltaf valið milli ólíkra kosta en frjáls leikur mun skipa mikilvægan sess. Þessir tveir fastráðnu starfsmenn frístundar munu einnig fá aðstoð lausráðinna starfsmanna einn til tvo daga í viku.
Þá verða fengnir sérstakir leiðbeinendur til að sjá um skipulagt nám í myndlist, tónlist, jóga, forritun og fyrir þá sem kjósa skák. Reynt verður að aldurskipta þegar það á við.
Þessu til viðbótar verða einnig tvær smiðjur á hverri önn. Smiðjurnar verða einn dag í viku og munu tveir listamenn slást í hóp leiðbeinenda. Áhersla verður lögð á leiklist (skuggaleikhús og tónlistarleikhús) en einnig skoðuð tengsl myndlistar og tónlistar og skapandi stærðfræði svo eitthvað sé nefnt. Gert er ráð fyrir að hverri smiðju ljúki með sýningu.
Nánari upplýsingar um starfið má skoða með því að smella hér.