Skólastjóri
Skólastjóri er forstöðumaður skólans, stjórnar honum, veitir faglega forystu og ber ábyrgð á starfi skólans gagnvart stjórn Landakotsskóla. Skólastjórnendur skipta með sér verkum þannig að sérþekking þeirra og reynsla nýtist skólastarfinu sem best.
- Er í forystu fyrir skipulagi allra þátta skólastarfsins í samræmi við lög og reglugerðir í samvinnu við aðra stjórnendur;
- Er fulltrúi stofnunarinnar gagnvart yfirvöldum og kemur fram fyrir hennar hönd;
- Er verkstjóri og ákveður verksvið annarra stjórnenda skólans og skal einn þeirra vera staðgengill skólastjóra;
- Hefur með höndum verkstjórn starfsmanna, s.s. verkaskiptingu, skipulagningu funda,
samskipti, teymisvinnu og önnur málefni vinnustaðarins;
- Tekur mið af menntun og sérhæfingu kennara við skipan kennslu til að tryggja sem best gæði náms og kennslu;
- Er ábyrgur fyrir fjárhagslegum rekstri skólans;
- Annast ráðningar starfsmanna;
- Stuðlar að samstarfi allra aðila skólasamfélagsins;
- Stuðlar markvisst að jákvæðum samskiptum og gagnkvæmu trausti;
- Hefur frumkvæði og ber ábyrgð á að leita lausna í ágreiningsmálum;
- Skipuleggur og framkvæmir starfsþróunarsamtöl;
- Hefur þekkingu á viðeigandi kjarasamningum og hlutverki vinnuveitanda;
- Ber ábyrgð á starfsmannagögnum, þ.e. skráningu og viðheldur upplýsingum um starfsmenn;
- Gætir hagsmuna starfsmanna, bendir starfsmönnum á réttindi sín jafnt og skyldur;
- Ber ábyrgð á því að boðleiðir innan skólans og upplýsingastreymi sé skilvirkt;
- Undirbýr og skipuleggur nýtt skólaár og stjórnar gerð stundaskráa;
- Boðar til kennara- og starfsmannafunda svo oft sem þurfa þykir á starfstíma grunnskóla;
- Sér um stefnumótun og skólaþróun;
- Hvetur til við þróunar- og nýbreytnistarf;
- Ber ábyrgð á gerð starfsáætlunar og skólanámskrár;
- Ber ábyrgð á innra mati og sjálfsmatsáætlun;
- Sér um markvissar þróunar- og/eða umbótaáætlanir í kjölfar innra og ytra mats og fylgir þeim eftir;
- Heldur utan um skráningar í Skólagátt og fylgir því eftir að skólinn sé rétt uppfærður;
- Sinnir markvissri upplýsingamiðlun um skólastarfið til nemenda, foreldra, starfsmanna,
nærsamfélags og fræðsluyfirvalda;
- Hefur umsjón með innritun og móttöku nýrra nemenda í samræmi við móttökuáætlun;
- Skipuleggjur vinnuumhverfi nemenda og nýtingu úthlutaðs kennslumagns;
- Sér um að gera samninga við forráðamenn ef kemur til þess að nemandi fái undanþágu frá ákveðnum námsgreinum;
- Sér um/fylgist með og kemur að undirbúningi samræmdra prófa í 4., – 7. og 9. bekk
- Hefur umsjón með móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna sem koma í skólann;
- Stendur vörð um velferð og réttindi nemenda af erlendum uppruna.
- Fylgist með að fræðslu- og skólaskylda nemenda sé uppfyllt og tilkynnir hlutaðeigandi yfirvöldum þegar út af ber;
- Stýrir skólaráði Landakotsskóla;
- Ber ábyrgð á stofnun foreldrafélags í samræmi við lög og er tengiliður skólans við stjórn foreldrafélags;
- Skipuleggur starf frístundar í samstarfi við forstöðumann hennar;
- Hefur yfirumsjón með alþjóðadeild;
- Veitir faglega forystu og/eða skipuleggur samvinnu, samskipti og stundum ráðgjöf við eftirtalda aðila úr nærsamfélagi skólans:
- foreldra og/eða forráðamenn nemenda;
- stofnanir sem sinna félags- og tómstundastarfi nemenda;
- sérdeildir og /eða sérskóla;
- frístund;
- aðra grunnskóla;
- leik- og framhaldsskóla;
- fræðsluyfirvöld;
- þjónustumiðstöðvar, félagsmálayfirvöld, barnavernd, sálfræðinga og lögreglu, vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og heilsugæslustöðvar;
- Hefur yfirumsjón með sérfræði- og heilbrigðisþjónustu í skólanum;
- Situr í Nemendaverndarráði skólans;
- Ber ábyrgð á varðveislu og meðferð trúnaðargagna;
- Ber ábyrgð skipulagi og stjórnun skjalavörslu skólans;
- Hefur umsjón með alþjóðlegu samstarfi innan skólans;
- Ber ábyrgð á öryggismálum í skólahúsnæði og skólalóð, s.s. brunavörnum, girðingum, lýsingu, þjófavörnum og fleira
- Ber ábyrgð á skólahúsnæði og skólalóð, nýtingu og samræmir þarfir á hverjum tíma.
- Hefur frumkvæði að setja fram tillögur um úrbætur og lagfæringar þegar þeirra er þörf;
- Hefur umsjón og fylgist með viðhaldi á skólahúsnæði og skólalóð í samráði við umsjónarmann skóla og stjórn Landakotsskóla. Fylgist með viðhaldsvinnu og einstökum verkþáttum;
- Sér um samskipti við leigutaka vegna skammtíma- eða langtímaleigu.
Verkefnastjóri 1 og 2
Verkefnastjórar hafa umsjón með og bera ábyrgð á skilgreindum verkefnum í samráði við skólastjóra. Vinna m.a. að stefnumörkun og skipulagningu á faglegu starfi í samráði við skólastjóra og aðra starfsmenn.
Verkefnastjóri 1
- Útfærir stundaskrár í samræmi við skipulag skólastjóra;
- Skipuleggur afleysingar v/forfalla;
- Annast forfallaskráningu vegna nemenda í Mentor;
- Sér um tengsl skólastjórnar við þjónustuaðila Mentor og ber ábyrgð á umsjón og uppsetningu kerfisins innan skólans;
- Sér um kynningu og eftirfylgni með Mentor kerfinu fyrir starfsmenn skólans.
Verkefnastjóri 2
- Ber ábyrgð á heimasíðu skólans, kemur að útgáfumálum skólans á ýmsum sviðum s.s. starfsáætlun, eineltisáætlun, jafnréttisáætlun, starfsþróunaráætlun og sér um uppfærslu á ýmsum þáttum heimasíðu;
- Hefur umsjón með þróunarverkefnum í samvinnu við skólastjóra s.s. Erasmus verkefnum og Lýðræðiskaffi;
- Sér um skipulag og stjórnun skjalavörslu á innri vef skólans;
- Skipulagning úti- og innivörslu í frímínútum og hádegishléi;
- Skipulagning á kennslu íslensku sem annars máls í hringekju á miðstigi;
- Leiðbeinir umsjónarkennurum og öðrum starfsmönnum skólans um leiðir til að auðvelda íslenskunám erlendra nemenda;
- Annast móttöku nýrra starfsmanna og kennaranema í samræmi við móttökuáætlun;
- Skipuleggur utanaðkomandi kannanir sem lagðir eru fyrir á viðkomandi skólastigi og er tengiliður við Rannsóknir og greiningu og Skólapúlsinn;
- Er tengiliður við félags- og frístundamiðstöðina í Frostaskjóli;
- Er nemendaráðgjafi;
- Er æfingakennari fyrir nema;
- Situr í Nemendaverndarráði skólans.
Allir kennarar
Meginhlutverk kennarans er kennslu- og uppeldisfræðilegt starf með nemendum, að vekja og viðhalda áhuga þeirra á námi, veita þeim handleiðslu á sem fjölbreytilegastan hátt og stuðla að góðum starfsanda og vinnufrið meðal nemenda. Þessu hlutverki má einnig lýsa sem forystuhlutverki; að vera leiðtogi í námi nemandans. Þetta felur í sér áherslu á að skapa nemendum frjóar og fjölbreytilegar námsaðstæður. Vönduð kennsla, sem lagar sig að þörfum og stöðu einstakra nemenda í skóla án aðgreiningar, eykur líkur á árangri. Mikilvægt er að kennarar vinni saman að menntun nemenda eftir því sem framast er kostur og að kennsla og uppeldi verði ekki aðgreind allt frá upphafi til loka grunnskóla (Aðalnámskrá grunnskóla 2011).
Vinnutíma kennara í fullu starfi er skipt í eftirtalda þætti:
- Kennslu, undirbúning og úrvinnslu kennslu sem hafa forgang í starfi kennara.
- Önnur fagleg störf.
- Starfsþróun og/eða aukinn undirbúning.
Kennsla
Kennsla beinist að því að hjálpa nemendum að tileinka sér þekkingu, leikni og jákvætt viðhorf og öðlast þannig þá hæfni sem stefnt er að í menntun. Í skóla án aðgreiningar á að ríkja fjölbreytni í vinnubrögðum og kennsluaðferðum. Kennarar bera faglega ábyrgð á að velja árangursríkustu leiðirnar til að ná sem bestum árangri í samræmi við hæfniviðmið sem stefnt er að hverju sinni. Við val á kennsluaðferðum og vinnubrögðum ber að taka tillit til aldurs, þroska og getu nemenda sem í hlut eiga og eðlis viðfangsefnisins. Vönduð kennsla, sem lagar sig að þörfum og stöðu einstakra nemenda í skóla án aðgreiningar, eykur líkur á árangri.
Kennsluaðferðir og vinnubrögð í skólanum eiga að þjóna þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að. Sem dæmi má nefna að þau sem lúta að eflingu siðferðis- og félagsþroska, lýðræðislegri þátttöku og borgaravitund, verður t.d. því aðeins náð með því að efla siðfræði og félagsfærni nemenda á markvissan hátt og stuðla að jákvæðum skólabrag sem einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum, samstarfi og samvinnu.
Val á kennsluaðferðum og skipulag skólastarfs verður að miðast við þá skyldu grunnskóla að sjá hverjum nemanda fyrir bestu tækifærum til náms og þroska. Kennslan verður að taka mið af þörfum og reynslu einstakra nemenda og efla með nemendum áhuga og vinnugleði. Kennsluhættir skulu taka mið af jafnrétti og jafnræði og mega ekki mismuna nemendum, t.d. eftir kynferði, búsetu, uppruna, litarhætti, fötlun, trúarbrögðum, kynhneigð eða félagslegri stöðu (Aðalnámskrá grunnskóla 2011).
Önnur fagleg störf
Námskrárvinna, námsáætlanir, kennarafundir, stigsfundir, foreldrasamskipti, samstarfsfundir innan og utan skólans, samstarf vegna einstakra nemenda, skráning upplýsinga/upplýsingagjöf til foreldra og samstarfsmanna, umfangsmeiri upplýsingagjöf um einstaka nemendur, leggur fyrir utanaðkomandi kannanir sem lagðar eru fyrir á viðkomandi skólastigi, sjá um innkaup frá Menntamálastofnun og umsjón og eftirlit með kennslurými s.s. frágangur að vori.
Starfsþróun og/eða aukinn undirbúningur
Unnið er samkvæmt starfsþróunaráætlun Landakotsskóla. Tími til starfsþróunar markast af samningsbundnum 150/126/102 klst. á ári til símenntunar og undirbúnings kennara. Sá tími er almennt ætlaður utan við skipulagðan starfsramma skólaársins en einnig er heimilt að koma henni við á starfstíma skóla, eftir nánara samkomulagi við kennara.
33% álag leggst á endurmenntunina ef hún fer fram á starfstíma skólans og 45% sé hún á frídögum eða um helgar.
Fag- og sérgreinakennarar
Fag- og sérgreinakennarar kenna og sérhæfa sig á ákveðnu sviði og bera ábyrgð á kennslu í ákveðinni grein með mismunandi nemendahópum, t.d. sem textílkennari, smíðakennari, heimilisfræðikennari, íþróttakennari, myndmenntakennari, tónmenntakennari, kennari í íslensku sem öðru máli, danskennari, tónlistarkennari, tungumálakennari, íslenskukennari, stærðfræðikennari, náttúrufræðikennari, samfélagsfræðikennari eða heimspekikennari.
- Þeir bera ábyrgð á námi allra nemenda í nemendahópnum;
- Leysa úr vandamálum í samstarfi við umsjónarkennara sem upp kunna að koma hjá nemendum;
- Kynna sér greiningar og aðrar skýrslur sem liggja fyrir í skólanum;
- Eru í samstarfi við umsjónarkennara og sérkennara um leiðir og val á námsefni;
- Kynna sér einstaklingsnámskrá nemanda og eru til samráðs við gerð þeirra eftir því
sem þurfa þykir;
- Sitja stöðufundi vegna nemenda;
- Hafa umsjón með faggreinastofu og kennslutækjum;
- Sjá um frágang að vori og innkaup fyrir næsta skólaár.
Umsjónarkennarar
Hver nemandi skal hafa umsjónarkennara. Umsjónarkennari tekur öðrum starfsmönnum fremur ábyrgð á námi nemenda sinna, þroska þeirra, líðan og velferð. Umsjónarkennari leggur sig fram um að kynnast nemendum sínum sem best, foreldrum þeirra og aðstæðum. Hann vinnur náið með þeim kennurum sem kenna nemendum í hans umsjá, safnar saman upplýsingum og kemur þeim áleiðis innan skóla og til foreldra í þeim tilgangi að gera foreldrum kleift að taka þátt í ákvörðunum sem varða barn þeirra og skólastarfið. Umsjónarkennari gegnir lykilhlutverki í farsælu samstarfi heimila og skóla og er megintengiliður milli skóla og heimila (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011).
- Bera ábyrgð á öllum nemendum í umsjónarbekknum;
- Fylgjast vel með líðan og námsframvindu umsjónarnemenda sinna og bregðast við strax og þurfa þykir;
- Eru vikulega í samskiptum við alla foreldra með því að senda tölvupóst um það starf sem fram fer í skólanum tengt umsjónarnemendum;
- Fara reglulega yfir skólareglur með nemendum.
Árgangastjórar
- Tryggir samráð og samvinnu milli kennara á viðkomandi skólastigi, t.d. hvað varðar heimanám, ýmiskonar samstarf og uppbrot (t.d. lestrarátak eða sameiginlegar ferðir) og gerð kennsluáætlana;
- Sér um að eðlileg samfella sé í námi milli árganga;
- Er kennurum ráðgefandi um hvað skuli kennt og hvernig, eftir því sem við á;
- Gengur eftir að náms- og kennsluáætlanir séu gerðar og þeim haldið til haga svo aðrir geti nýtt sér þær;
- Stjórnar árgangafundum og sér til þess að fundargerð sé rituð;
- Situr reglulega fundi með skólastjóra þar sem ræddar eru leiðir til þróunar skólastarfs á stiginu;
- Minna á pósta um ástundun gegnum Mentor.;
- Koma að skipulagi vettvangsferða nemenda í samráði við kennara viðkomandi árganga;
Deildarstjóri Alþjóðadeildar
- Work in consultation with school principal on all matters related to the department;
- Working knowledge of all curriculum frameworks for the department:
- Establish good relations with parents and the community;
- Provide information to prospective students and families;
- Assist principal in staffing the department;
- Timetabling of all departmental homerooms and department staff members;
- Monitor and review performance of teaching and support staff;
- Maintain and update the department’s school website;
- Coordinate and train staff in all standardized testing operations;
- Lead monthly departmental meetings with focus generally on curriculum development;
- Order textbooks, materials and supplies for the department;
- Write English copy for the department;
- Coordinate special education services;
- Use data to assess progress towards targets;
- Situr í Nemendaverndarráði skólans.
Deildarstjóri stoðþjónustu í íslenskuhluta skólans
Deildarstjóri stoðþjónustu skipuleggur og stjórnar stoðþjónustu skólans ásamt stjórnendum.
Stoðþjónusta við nemendur eða nemendahópa felst í sveigjanlegu og margbreytilegu námsumhverfi og kennsluháttum sem ætlað er að mæta þörfum allra nemenda. Sérstakur stuðningur getur falið í sér breytingu á námsmarkmiðum aðalnámskrár grunnskóla, námsgögnum, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum. Nemendur með sérþarfir teljast þeir sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun, geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir (Reglugerð um nemendur með sérþarfir nr. 585/2010).
- Er næsti yfirmaður stuðningsfulltrúa skólans;
- Gerir stundatöflur stuðningsfulltrúa;
- Leiðbeinir stuðningsfulltrúum í starfi og skipuleggur störf þeirra í samráði við kennara;
- Veitir stuðningsfulltrúa ráðgjöf varðandi námsgögn og vinnulag í samráði við umsjónarkennara/faggreinakennara;
- Tekur þátt í að móta stefnu skóla í stoðkennslu og í aðlögun skólastarfsins að þörfum nemenda og ber aðalábyrgð á skipulagningu og samræmingu í áætlanagerð varðandi stoðkennslu;
- Hefur yfirsýn yfir alla þá þjónustu sem nemendur með sérþarfir njóta innan skólans;
- Kallar eftir greiningum vegna nemenda og heldur utan um þær ásamt því að fylgjast með því að þeir fái þá þjónustu sem nauðsynleg er hverju sinni;
- Upplýsir umsjónarkennara og aðra kennara um nemendur með sérþarfir;
- Veitir kennurum faglega ráðgjöf varðandi skipulag á kennslu nemanda með sérþarfir;
- Veitir bekkjarkennara ráðgjöf um kennslu og val námsefnis fyrir ákveðna nemendur;
- Er í forystu um gerð einstaklingsnámskráa og er ráðgefandi aðili við gerð þeirra;
- Útbýr/gerir tilvísanir í samráði við umsjónarkennara;
- Gerir námsáætlanir fyrir einstaklinga og hópa, skipuleggur námstímabil, undirbýr kennslustundir og útbýr kennslugögn í samræmi við þroska og færni hvers einstaklings;
- Hefur umsjón með vorskýrslum í lok starfsárs fyrir alla nemendur sem fá sérstaka aðstoð og kennslu;
- Hefur umsjón með námsgögnum til sérkennslu og sérkennslustofu;
- Hefur náið samstarf við starfslið og sérfræðinga skóla auk foreldra og/eða
forráðamanna;
- Gerir færni og námsmat og skrifar umsögn í samstarfi við kennara;
- Sækir um stuðning og undanþágur vegna samræmdra prófa í 4., – 7. og 9. bekk;
- Sér um skipulag prófaaðstoðar fyrir nemendur með sérþarfir í samráði við umsjónarkennara eða faggreinakennara;
- Sér um að nemendum með lestrar- og námsörðuleika séu búnar viðhlítandi aðstæður
við próftöku t.d. munnleg próf, stækkað letur á prófverkefnum, lengri próftíma o.fl.;
- Aðstoðar nemendur með agavandamál og veitir kennurum og öðrum starfsmönnum ráðgjöf eftir því sem við á;
- Annast þjálfun og fræðslu um fatlanir og þroskafrávik fyrir stuðningsfulltrúa og aðra
starfsmenn skólans;
- Hefur umsjón með hjálpartækjum nemenda eins og hjólastól, spelkum og tölvubúnaði eins og á við hverju sinni;
- Ber aðalábyrgð á þjálfun og stoðkennslu nemenda á öllum aldursstigum;
- Heldur skilafundi, samráðs-og teymisfundi með starfsmönnum skólans, foreldrum eða öðrum aðilum sem við á;
- Skipuleggur og stjórnar teymisfundum með foreldrum og tengslastofnunum s.s. frístundamiðstöðvum, Þjónustumiðstöðvum og Greiningar-og ráðgjafarstöðvar;
- Aðstoðar umsjónarkennara við skipulagningu og framkvæmd námsferða og óhefðbundinna skóladaga með tilliti til nemanda með sérþarfir;
- Sér um tengsl skólans og samvinnu við framhaldsskóla vegna nemenda í námsörðugleikum ásamt námsráðgjafa skólans;
- Situr fundi í nemendaverndarráði skólans ásamt öðrum fulltrúum;
- Stendur vörð um réttindi fatlaðra nemenda og að þeir njóti bestu þjónustu hverju
sinni;
- Stuðlar að jafnrétti og jákvæðum viðhorfum til fatlaðra nemenda;
- Sér um skráningar og prófanir vegna Milli mála;
- Sér um samskipti við Tungumálaver vegna nemenda þar;
- Skipulagning, framsetning og framkvæmd á kennslu í íslensku sem öðru máli á unglingastigi.
- Fylgist með því að kennarar færi reglubundið inn í Skólagáttina niðurstöður lesfimiprófa;
- Tryggir og skipuleggur úrræði innan skólans fyrir nemendur sem víkja frá í námi og/eða atferli.
Sérkennari
- Vinnur í samstarfi við umsjónarkennara og faggreinakennara;
- Kennir ákveðnar námsgreinar eftir þörfum hvers nemenda, ýmist í hóp- eða einstaklingstímum;
- Finnur námsefni og námsgögn við hæfi í samstarfi við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara;
- Heldur utan um gerð einstaklingsnámskráa hjá sérkennslunemendum í nánu samráði við umsjónarkennara og/eða viðkomandi faggreinakennara;
- Heldur utan um endurskoðun einstaklingsáætlana að vori í nánu samráði við umsjónarkennara og eða viðkomandi faggreinakennara;
- Skipulagning, framsetning og framkvæmd á kennslu í íslensku sem öðru máli á yngsta stigi;
- Gerir vorskýrslur í lok starfsárs fyrir nemendur sem hann kennir;
- Aðstoðar umsjónarkennara við skipulagningu og framkvæmd námsferða og
óhefðbundinna skóladaga með tilliti til nemanda með sérþarfir;
- Situr fundi með sérfræðingum.