Móttaka nýrra starfsmanna

on .

Handbók kennara 

Leiðsögublöð fyrir nýja starfsmenn 

Ögn um skólann 

Landakotsskóli var stofnaður 1896 og var kaþólskur skóli til 2005 að honum var breytt í sjálfseignarstofnun sem starfar í samræmi við grunnskólalög og reglugerðir. Skólanefnd fer með æðsta vald í málum skólans, en skólastjóri fer með og ber ábyrgð á daglegum rekstri. Formaður skólanefndar nú er Kristín Benediktsdóttir. Kaþólska kirkjan á húsnæði skólans við Túngötu, en leikfimi og sund eru kennd í KR-húsi og Vesturbæjarlaug.  

Almennur vinnudagur hefst kl. 8.30, en skólinn er opnaður laust fyrir kl. 8.00. Gott er að kennarar mæti í kennslustofur 10 mínútum áður en kennsla hefst á morgnana og taki á móti nemendum.  Námskrár skólans eru á heimasíðu hans. Íslensku námskrána er að finna á heimasíðu skólans, www.landakotsskoli.is og alþjóðleg námskrá er að finna á www.idl.is.  

Sérstaða Landakotsskóla felst í því að námskrá er fyrir 5 ára börn og upp úr. Byrjað er að kenna tungumál strax í 5 ára bekk, nemendur fá fleiri tíma í íslensku og stærðfræði en námskrár kveða á um og sérstök áhersla er lögð á list- og verkgreinar. Listnám er öflugt og fjölbreytt í skólanum. Í frístund skólans sem er fyrir 1. – 4. bekk er metnaðarfullt námsframboð og geta nemendur þar meðal annars stundað tónlistarnám, lært að tefla og margt fleira.  

„Dulda námskráin“ verður ekki svo auðveldlega orðuð, en nefna má að við viljum ekki hafa háreysti á göngum, starfsmenn sýni fagmennsku og kurteisi, við sýnum tillitssemi þegar kirkjulegar athafnir eru á skólatíma. Skólasamkomur sem eru í upphafi og enda skólárs og jólahald er  í góðu samráði við kirkjun. Að auki skulu starfsmenn og nemendur sýna virðingu þegar viðburðir eins og jarðarfarir fara fram í kirkjunni sem er staðsett á skólasvæðinu. 

Innan skólans er alþjóðadeild, undir stjórn Laurie Berg, þar sem kennt er eftir alþjóðlegri námskrá, Cambridge Primary, Secondary I og Secondary II. Alþjóðadeildin fylgir öllum sömu reglum og væntingum eins og íslenska deild skólans, að undanskildri undanþágu frá aðalnámskrá. 

Alþjóðadeild skólans hóf störf árið 2015 og er hugsuð til að mæta þörfum erlendra fræðimanna, viðskipta -og sendiráðssamfélagsins á Íslandi auk fjölskyldna sem dvelja tímabundið á Íslandi. Einnig er deildin fyrir nemendur sem snúa aftur heim að utan og vilja halda áfram námi á ensku og fyrir íslenskar fjölskyldur sem leita að alþjóðlegri vídd í menntun. 
Alþjóðadeildin býður upp á alhliða alþjóðlega viðurkennda námskrá, námsumhverfi með umhyggju og stuðning að leiðarljósi, nýstárlegar kennsluaðferðir og fjölbreytt námsframboð til að mæta þörfum allra nemenda. Farið er í fjölda námsferða og mikil áhersla er lögð á listir og sköpun. 

Nemendahópurinn er samsettur. Flestir búa  í Vesturbænum en hluti sækir skólann um lengri veg. Um þriðjungur nemenda er af erlendum uppruna og loks er nokkur hópur alinn upp erlendis af að minnsta kostir einu íslensku foreldri. Þar eru flestir nemendur fæddir annars staðar en á Íslandi. 

Einn bekkur er í hverjum árgangi í íslensku deildinni og um 20-25 nemendur í hverjum bekk.

 Í alþjóðadeildinni eru almennt heldur smærri bekkir en þar er kennt í aldursblönduðum hópum.  

Undantekningalítið eiga öll börn að fara út í frímínútur að morgni og eftir hádegismat þar sem þau eru undir gæslu. 1.-3. bekkur að vestanverðu, 4.-7. bekkur að austanverðu. Fimm ára bekkir bæði í íslensku og alþjóðadeildinni fara í frímínútur á öðrum tíma að vestanverðu. Unglingar í 8.-10. bekk mega vera inni í frímínútum á ákveðnum svæðum í skólanum og í lausagöngu utandyra. Kennarar sækja yngri börnin inn úr frímínútum og fara með í stofu. 

Kennarar fá lykil sem gengur að stofum og annan sem gengur að fataskápum, bókaskápum í kjallara Túngötumegin og skápum með tölvum. Einnig fá kennarar aðgang að tölvukerfi skólans og er úthlutað netfangi. Tölvuskápar eru í hverri kennslustofu í unglingadeild en tölvuvagnar eru geymdir í skáp sem er á móti skrifstofu skólastjóra. Kennarar skrá chromebook og iPad vagna í Skeddu https://landakotsskoli.skedda.com/booking

Hvar finn ég hitt og þetta? 

Töflutúss, umslög og aðrar algengar skrifstofuvörur eru í risi hjá Sirrý skrifstofustjóra eða undir tröppum í risi. Ef eitthvað vantar hnippið þá í Ingibjörgu eða Sirrý á skrifstofunni.  

Vinnuaðstaða kennara er á tveimur stöðum, uppi í risi og á 1. hæð. Gömul próf eru í möppu á skrifstofu skólastjóra. Í lok hvers skólaárs fyllir kennari út hvað var lesið og kennt í hverri námsgrein og setur í möppu á kennarastofu. Gömul Cambridge próf og önnur alþjóðleg próf eru geymd í læstum skáp í kjallaranum. 

Trúnaðarmaður kennara er Ólafía María Gunnarsdóttir, og örgyggistrúnaðarmaður er Hera Sigurðardóttir. 

Nokkrar einfaldar umgengnisreglur 

  • Við mætum stundvíslega í skólann og í hverja kennslustund.
  • Við byrjum daginn með því að fara með faðirvor. Í alþjóðadeild er hljóðlát stund í  upphafi dags.
  • Við göngum snyrtilega um skólann okkar og flokkum rusl í viðeigandi ílát.
  • Við geymum yfirhafnir, húfur og útiskó í fatahengi, farið er úr skóm við inngang og haldið á þeim í fatahengi.
  • Við slökkvum á farsímum í kennslustundum og setjum niður.

Nemendur í 5 ára bekk- 7. bekkjar mega ekki vera með síma á göngum, úti á skólalóð eða í skólastofu. Unglingadeild, 8.-10. bekkur má vera með síma í frímínútum á ákveðnum stöðum.  

  • Nemendur fimm ára til 7. bekkjar fara ekki út af leiksvæðum skólans í frímínútum.
  • Nemendur  mæta með hollt og gott nesti í skólann, ekki sælgæti, gosdrykki eða tyggigúmmí.
  • Nemendur eru ekki á hjóli, hjólabretti eða sparkhjóli á leiksvæðum skólans.
  • Við sýnum öðrum þá virðingu og framkomu sem við ætlumst til í okkar garð.

 

Eftirfarandi gildir um daglega önn í skólanum: 

  • Forföll nemenda skal tilkynna hvern morgun í síma skólans, 5108200, eða í gegnum Mentor. Komi nemandi of seint á hann að banka kurteislega og biðjast afsökunar. Ef nemanda vantar að morgni í fyrstu kennslustund hafið þá samband við Sirrý eða Önnu Guðrúnu, sem þá grennslast fyrir um viðkomandi.
  • Óski foreldrar og forráðamenn eftir skemmra eða lengri leyfi skal það rætt við kennara barnsins, sem leitar þá heimildar skólastjóra ef um lengri (lengri en þrír dagar) eða endurtekin leyfi er að ræða. Forráðamenn fylla út eyðublað hjá skólastjóra um áætlað frí.
  • Gagnkvæm virðing skal ríkja milli nemenda og starfsfólks og heimilisleg háttvísi í samskiptum og orðafari. Starfsfólk skólans ræðir ekki málefni einstakra nemenda í fjölmenni, heldur einungis við þá aðila sem koma að úrlausnarefnum.
  • Starfsmenn eru ekki í símum eða á samfélagsmiðlum í kennslustundum
  • Nemendur eiga ekki að hafa peninga eða önnur verðmæti með sér í skólann að nauðsynjalausu.
  • Áríðandi er að merkja allan utanyfirfatnað með nafni nemanda og símanúmeri.
  • Reynt er að leysa agavandamál á staðnum og er foreldrum gert viðvart brjóti barn reglur skólans.
  • Forföll kennara skal tilkynna eins fljótt og kostur er, og gjarnan fyrir klukkan átta að morgni. Ólöf María (Maja) sér um forfallaskráningu fyrir íslenska kennara. Hægt er að senda henni skilaboð eða hringja í farsíma 897 3875 eða skólasímann. Laurie Berg sér um forfallaskráningu í alþjóðadeild. Hægt er að senda henni skilaboð eða hringja í farsíma 778 5393.

 

Tékklisti í frímínútnavörslu 

Litlu skott, leiksvæði vestan megin við skólann: 

  • Vera í gulum vestum
  • Aðstoða börn ef þarf við að komast inn í leikinn
  • Skipta á milli þeim börnum sem sérlega þarf að huga að
  • Fara með leikföng út (bolta, sippibönd, snúsnúbönd, fötur og skóflur, stultur) og eftir hádegi taka inn
  • Muna að vera ekki í símanum 

Stóru skott, leiksvæði austan við skólann og Landakotstún: 

  • Fara í gul vesti
  • Starfsmenn skipta svæði á milli sín
  • Aðstoða börn við að komast inn í leik ef þarf og fylgjast með þeim sem sérstaka hjálp þurfa
  • Passa að boltum sé skilað inn í stofur – hver bekkur er með sinn bolta
  • Skoða skiptingu á körfuboltavelli og fótboltavelli ef þarf
  • Minni börn á að fara ekki út af lóð
  • Passa að nemendur séu ekki í fótbolta fyrir framan gömlu byggingu
  • Hringja inn handvirkt úr hádegi, kl. 12:25 inn í mat
  • Muna að vera ekki í símanum 

Inni vakt: 

  • Ganga hringinn (mest á gangi næst Túngötu) og muna að fara niður í kjallara
  • Senda innipúkana út
  • Minna á að hlaupa ekki á göngum og vera ekki inni á skónum
  • Minna á að ganga vel frá yfirhöfnum og raða skóm þegar börn koma inn
  • Muna að vera ekki í símanum 

Matsalur: 

  • Passa að umsjónarmenn gangi frá, þurrki af borði og sópi það mesta af gólfi
  • Hjálpa börnum að skammta sér 
  • Hjálpa börnum að ganga rétt frá matarafgöngum og amboðum
  • Sjá til þess að börnin fari út (litlu) eða í tíma (stóru)
  • Muna að vera ekki í símanum  

Viðurlög við brotum á skólareglum 

  • Sjá agaferil
  • Nemendaverndarráð fundar aðra hverja viku og agamál eru á dagskrá þess. Þar situr skólastjóri ásamt deildarstjóra stoðþjónustu, námsráðsgjafa, hjúkrunarfræðingi og fulltrúa þjónustumiðstöðvar.
  • Ef foreldrar eru ósáttir við málsmeðferð geta þeir skotið máli sínu til skólanefndar sem fer með æðsta vald í málum skólans.
  • Ef nemanda er vísað úr kennslustund vegna ótilhlýðilegrar hegðunar skal undantekningarlaust farið með hann til skólastjóra sem fær honum önnur verkefni.

 

Tilkynningaskylda 

Starfsmönnum skólans ber skylda til að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef þeir hafa rökstuddan grun um að barn sé vanrækt eða beitt ofbeldi af einhverju tagi, ellegar að hegðun þess og viðmót brjóti í bága við almennar reglur skólans og hegðun þess sé oft áhættusækin. Skynsamlegt er að boða þá þegar til fundar í nemendaverndarráði, fara yfir málið og hversu með skuli fara. Tilkynna skal foreldrum hvert og þá hvenær tilkynning var send. Á þetta við nema þegar grunur er um ofbeldi eða misnotkun, þá skal ekki segja foreldrum frá tilkynningu. Nánari verklagsreglur eru hjá skólastjóra. 

 

Eineltisáætlun og aðrar áætlanir 

Skólinn bregst hart og fljótt við einelti eða tilburðum í þá átt. Sérstök viðbragðsáætlun liggur fyrir og undantekningarlaust skal skólastjóra tilkynnt samstundis ef grunsemdir vakna hjá kennara. Eineltisáætlun ásamt áfalla- og forvarnaráætlun er í starfsáætlun skólans.  

 

Íslenska fyrir þá sem eiga annað móðurmál en íslensku 

Það lætur að líkum að stuðningur í íslensku er mikill þegar svo margir nemendur eiga annað móðurmál en íslensku, eða eru íslenskir en hafa hingað til gengið í skóla erlendis. Umsjónarkennari og/eða íslenskukennari skal í samráði við stoðkennara finna viðeigandi lausn eftir að gengið hefur verið úr skugga um hvar nemandinn er á vegi staddur. Heppilegt er að nemandi fái að lesa bækur á sínu móðurmáli, en kennari ætti að hvetja foreldra til að hafa uppi íslenskt efni, bæði bækur og sjónvarpsefni. Kennarar þurfa sérstaklega að gæta þess að útlendir nemendur falli vel inn í hópinn. 

 

Síðdegisvist 

Skólinn býður upp á síðdegisvist að loknum skóladegi fyrir börn frá 5 ára og upp í 4. bekk. Bryndís Helga Traustadóttir veitir henni forstöðu, Valgerður Erlingsdóttir er staðgengill hennar. Nemendur geta verið í vistinni, ýmist til 16.00 eða 16.30 eða til 17.00. Kennari fylgir börnum í síðdegisvist inn á sal í lok síðustu kennslustundar. Brýnt er að foreldrar/forráðamenn virði þau tímamörk sem um er samið í hvert sinn. Ekki er nauðsynlegt að kaupa fulla síðdegisvist, foreldrar geta haft börnin tiltekna daga, en ekki rokkað til með þá. 

 

Hlutverk umsjónarkennara 

Í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla segir svo: „Hver nemandi skal hafa umsjónarkennara. Umsjónarkennari tekur öðrum starfsmönnum fremur ábyrgð á námi nemenda sinna, þroska þeirra, líðan og velferð. Umsjónarkennari leggur sig fram um að kynnast nemendum sínum sem best, foreldrum þeirra og aðstæðum. Hann vinnur náið með þeim kennurum sem kenna nemendum í hans umsjá, safnar saman upplýsingum og kemur þeim áleiðis innan skóla og til foreldra í þeim tilgangi að gera foreldrum kleift að taka þátt í ákvörðunum sem varða barn þeirra og skólastarfið. Umsjónarkennari gegnir lykilhlutverki í farsælu samstarfi heimila og skóla og er megintengiliður milli skóla og heimila.“ 

Skólinn leggur ríka áherslu á að þessu hlutverki sé sinnt vel og markvisst. Gott er að eiga markvisst samstarf við heimilin og senda foreldrum skeyti þegar eitthvað fer miður en ekki síður þegar eitthvað tekst vel. 

 

Hlutverk stuðningsfulltrúa  

Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemanda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Starfið tekur mið af þar til gerðri áætlun sem hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemenda á stuðningi í þeim tilfellum sem það er hægt. Stuðningsfulltrúi starfar innan almennra bekkja.  Yfirmaður stuðningsfulltrúa í íslensku deildinni er í höndum Helgu Jóhönnu Stefánsdóttur fagstjóra í sérkennslu, en Laurie Berg deildarsjóra  í alþjóðadeildinni. Báðar eru þær sérhæfingu í sérkennslu.  

Helstu störf stuðningsfulltrúa eru eftirtalin: 

  • Vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara og þroskaþjálfa.
  • Er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð.
  • Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.
  • Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara.
  • Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi.
  • Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.
  • Vinnur eftir áætlun sem bekkjarkennari hefur útbúið í samráði við sérkennara/þroskaþjálfa, umsjónarkennara og foreldra.
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu.
  • Veitir nemendum félagslegan stuðning með því að hlusta á frásagnir og reynslu þeirra og spjalla við þá þegar aðstæður leyfa.
  • Fylgir einum eða fleiri nemendum á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum og aðstoðar þá eftir þörfum.
  • Ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og daglegum athöfnum t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfir og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt.
  • Getur eftir aðstæðum einnig sinnt öðrum nemendum í bekknum, m.a. til að kennari geti aðstoðað nemanda sem þarf séraðstoð og til að draga úr sérstöðu nemenda með sérþarfir.
  • Annast önnur þau störf sem honum kunna að verða falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfssviðs hans.

 

Umsjónarmaður bekkjar 

Nemendur í hverjum bekk skiptast á að hafa umsjón í stofu, viku í senn. Hlutverk þeirra er eftirfarandi: 

  • Aðstoða kennarann.
  • Sjá um að rusl sé flokkað.
  • Ganga frá stofu í lok dags.
  • Loka gluggum.
  • Sópa gólf.
  • Þurrka af borðum.
  • Passa að vel sé gengið um matsal.
  • Passa að vel sé gengið um fatahengi.

Kennsluáætlun 

Allir kennarar eiga að gera til kennsluáætlun sem birt er á heimasíðu skólans.Kennarar vinna áætlunina á heimasíðu skólans. Góð kennsluáætlun tekur á öllu eftirtöldu: Gerir grein fyrir (fjölbreyttum) námsgögnum, almennum og sértækum markmiðum, helstu kennsluaðferðum, áætlaðri yfirferð og ekki síst námsmati. Skynsamlegt er líka að slá þann varnagla að kennsluáætlun kunni að breytast! 

Daglegt skipulag

  • Íþróttir eru kenndar í KR heimilinu frá 1. október-1. apríl. Nemendur ganga til og frá KR, yngri nemendur fá fylgd fullorðinna. Gert er ráð fyrir að ferðir í og úr íþróttum stytti aðliggjandi kennslustundir.
  • Nemendur fara í sund í Vesturbæjarlaug annað hvort á haustönn eða vorönn. Yngri nemendur fara í rútum í fylgd fullorðinna. Gert er ráð fyrir að ferðir í og úr íþróttum stytti aðliggjandi kennslustundir.
  • List og verkgreinatímar: Yngri nemendur eru sóttir af list- og verkgreinakennurum við bekkina hjá skrifstofu skólastjóra og fá einnig fylgd til baka.
  • Stuðningsfulltrúar mæta klukkan átta og taka á móti nemendum sem koma snemma.

Nestistími og matartími 

Heppilegt er að borða nesti um hálftíu og lesa þá framhaldssögu fyrir yngri börnin. Líta þarf eftir því að börnin komi með hollt og gott nesti. Áréttað skal, að alla afganga og umbúðir eiga börnin að taka með sér heim. Það er gert í upplýsingaskyni fyrir foreldra og í  

sparnaðarskyni fyrir skólann. 

Kennari fylgir sínum bekk í mat og borðar með börnunum og sussar á hávaðaseggi. Yngstu börnin borða fyrst, síðan koma þau eldri. Yngri nemendur borða áður en þeir fara út, miðstigið borðar eftir að hafa farið út og unglingastigið borðar strax í kjölfar kennslustundar kl. 12:10. Aðrir kennarar og starfsmenn fá mat ef afgangur verður þegar börnin eru búin að borða. Síðastliðinn vetur voru um það bil 60% nemenda í hádegismat, hinir komu með nesti og neyta þess í matsal með bekkjarnautum sínum, en hver bekkur hefur tiltekið borð í salnum. 

Foreldraviðtöl 

Samskipti við foreldra eru að jafnaði mikil og góð og foreldrafélagið starfar ötullega að ýmsum málum, ekki síst fjáröflun til ferðalaga nemenda og til að bæta skólalóðina. Föst viðtöl við foreldra eru fljótlega eftir að skóli byrjar, en þá er farið yfir verkefnin framundan. Síðan koma foreldrar í einstaklingsviðtöl eftir miðsvetrarpróf. Langflestir foreldrar fylgjast vel með Mentor og lesa þann póst sem þeim berst. Það er ekki síður mikilvægt að senda foreldrum skeyti þegar vel gengur en þegar eitthvað fer úrskeiðis. 

Í einstaklingsviðtölum er gott að fara yfir í fyrsta lagi hvernig barninu líður í skólanum, samskipti við félaga, kennara og aðra starfsmenn, líðan þess í frímínútum og hversu fúst barnið er að fara í skólann að morgni dags. Í öðru lagi er fróðlegt fyrir kennara að vita hvernig barninu vegnar utan skólans, með fjölskyldu, vinum, hver eru áhugamálin, er einhver heima þegar barnið kemur úr skóla o.s.frv. Í þriðja lagi hvernig barnið vinnur í skólanum og heima að námsefninu og hvernig gengur, síðan einstakar námsgreinar. Loks að ræða hvað er til bóta og hvað skal þá hver og einn gera, skóli, kennari og heimili. 

 

Foreldrafélag og bekkjarfulltrúar 

Foreldrafélagið er öflugt. Tveir foreldrar úr hverjum bekk sitja í foreldraráði. Í foreldrafélaginu eru fulltrúar úr foreldraráði. Félagið stendur fyrir mjög myndarlegu aðventukaffi og síðan vorhátíð, hvort tveggja til fjáröflunar fyrir nemendur skólans.  

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Bekkjarfulltrúar eru kosnir af foreldrum eða tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfulltrúa. Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir fyrir hvern bekk og að einungis sé skipt um annan bekkjarfulltrúann í hvert sinn, þannig að þeir sitji tvö ár í senn.  

   Gátlisti: NÝIR STARFSMENN                                                        Landakotsskóli

 

Ÿ       Tilnefna tengilið sem leiðbeinir og styður nýjan starfsmann fyrstu vikur í starfi. Nýr starfsmaður ber ábyrgð á eigin fræðslu í gegnum sjálfsnám, en stuðningur er til staðar frá verkefnastjóra og tengilið.

 

Ÿ       Saga skólans í stuttu máli.

 

Ÿ       Að aðlagast nýjum vinnustað: http://tungumalatorg.is/fvb/tenglar/menningarafall/

 

Ÿ       Menning, siðir og venjur á nýjum vinnustað.

 

Ÿ       Kynning á félagsstarfi starfsmanna innan skólans, skemmtinefnd, gjafasjóður og nefnd.

 

Ÿ       Kynna vinnuaðstöðu, kennaraherbergi, starfsmannaskápa, hillur, bókaskápa í kjallara, bókasafn á göngum, tölvukostur.

 

Ÿ       Sýna hvar ritföng og gögn eru.

 

Ÿ       Afhenda lykla að vinnustað, skápum, bílastæðakort, starfsmannapassa, mynd er nauðsynleg.

 

Ÿ       Skipulag matarmála.

 

Ÿ       Staðsetning á sjúkrakassa og öryggisupplýsingar.

 

Ÿ       Starfsáætlun 2021-2022, ný áætlun 2022-2023 tilbúin 1 október. Starfsáætlun (landakotsskoli.is)

Ÿ       Heimasíða Landakotsskóla: https://landakotsskoli.is/ innri vefur Office 365 - stofna aðgang.

Ÿ       Netfangahópar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  -  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Ÿ       Sameign kennara: AKUT_LKS: geymir gögn sem eru á hraðbergi/þarf að hafa við höndina t.d. fundarplan annarinnar sem kemur í næstu viku.

Ÿ       Náms- og kennsluáætlanir eru uppfærðar á heimasíðu skólans: Náms- og kennsluáætlanir (landakotsskoli.is)

Ÿ       Námsmat í Landakotsskóla: Námsmat í LKS desember 2021 (landakotsskoli.is)

Ÿ       Skóladagatal: Landakotsskóli_Samþykkt_Skoladagatal-2022-2023.xlsx (landakotsskoli.is)

 

Ÿ       Þróunarstarf: Leiðsagnarnám úthluta rafbókinni, PALS SÍSL | Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir (sislvefur.is), Orð af orði, Orð af orði - Upphafssíða (weebly.com) bekkjarfundir, Lýðræðiskaffi, UNESCO skóli upplýsingar og gögn í hillum á kennaraherbergi niðri.

 

Ÿ       Upplýsingamiðlun og dagleg samskipti innan skólans: https://landakotsskoli.is/index.php/skolinn/starfsfolk/upplysingamidhlun-og-dagleg-samskipti-innan-skolans

 

Ÿ       Skipulag frímínútna, eftirlit í frímínútum: https://landakotsskoli.is/index.php/skolinn/starfsfolk/tekklisti-fyrir-friminutur

 

Ÿ       Skólareglur og viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn: Skólareglur (landakotsskoli.is)

Ÿ       Verkferlar Landakotsskóla í agamálum (landakotsskoli.is)

Ÿ       Disciplinary procedures - english

Ÿ       Lausnablað_fyrir_nemendur.pdf (landakotsskoli.is)

Ÿ       Atvikaskráning_eyðublað.pdf (landakotsskoli.is)

 

Ÿ       Aðgangsstýring Landakotsskóla: https://landakotsskoli.is/index.php/skolinn/adhgagnsstyring-landakotsskola

 

Ÿ       Reglur um tölvu - og farsímanotkun (landakotsskoli.is)
Ÿ       Policy_phones_-_computers.pdf - english

 

Ÿ       Stefna varðandi snertingu starfsmanna og nemenda (landakotsskoli.is)
Ÿ       Policy_regarding_contact_between_staff_and_students_at_school.pdf - english

 

Ÿ       Heimasíða alþjóðadeildar: https://www.idl.is/

 

Ÿ       Áætlanir og stefnur Landakotsskóla: https://landakotsskoli.is/index.php/skolinn/aaetlanir-og-stefnur

 

Ÿ       Mentor, kennarar fá aðgang. http://mentor.is/

 

Ÿ       Aðgangur að mms.is  1) lokað svæði fyrir kennara 2) innkaup á námsbókum

 

Ÿ       Kynna aðgang að Snöru, 123skoli.is, Skólavefurinn, aðgangsorð hanga á töflu í kennaraherbergi niðri.

 

Ÿ       Stofna aðgang að gmail/google svæði Landakotsskóla (Stephanie).

 
   

Kort sem sýnir merkt svæði fyrir starfsmenn í viðveru með nemendum í frímínútumSvæði starfsmanna í samveru með nemendum í frímínútum