Forvarnaráætlun

on .

Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi nemenda. Velferð barna er grundvallaratriði í starfi grunnskóla, í samvinnu við heimilin og forsenda náms. Heilbrigði og hollar lífsvenjur eru grundvallaratriði í velferð nemenda. Grunnskólinn er því mikilvægur liður í ferli einstaklingsins til alhliða þroska og almennrar menntunar. Í grunnskóla þarf að skapa skilyrði fyrir nemendur svo að þeir fái notið bernsku sinnar og efli með sér sjálfstraust og félagsfærni, virki sköpunarkraft sinn og rækti skilning á manngildi.

Grunnskólinn skal vinna markvisst að forvörnum og heilsueflingu þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan nemenda skólans.

Í forvarnaráætlun skal m.a. vera áætlun skólans í fíknivörnum og áfengis- og tóbaksvörnum, áætlun gegn einelti og öðru ofbeldi, áætlun í öryggismálum og slysavörnum og stefna í agastjórnun. Einnig skal koma fram með hvaða hætti skólasamfélagið hyggst bregðast við ef mál koma upp. Kynna skal forvarnaráætlun skólans öllum aðilum skólasamfélagsins, starfsfólki skóla, foreldrum og nemendum og birta í skólanámskrá.  (Aðalnámskrá grunnskóla 2011)

Forvarnaráætlun Landakotsskóla

Áætlun um öryggis- og slysavarnir

Viðbrögð við vá

Rýmingaráætlun 

Áfallaáætlun 

Eineltisáætlun 

Áætlun um áfengis- og fíknivarnir 

Bekkur

HVAÐ GERT

1. bekkur

Nemendaráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

Menntamálaráðuneytið: Brúðuleikhús „Krakkarnir í hverfinu“ (fræðslusýning um ofbeldi gegn börnum)

2. bekkur

Nemendaráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf
Umjónarkennari: Vinir Zippýs geðræktarnámsefni frá Embætti landlæknis

Námskeið í félagsfærni í hringekju, Vinátta. 

3. bekkur

Nemendaráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

Námskeið í félagsfærni í hringekju, Vinátta. 

4. bekkur

Nemendaráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

Námskeið í félagsfærni í hringekju, Vinátta. 

5. bekkur

Nemendaráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

6. bekkur

Nemendaráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

Heimili og skóli og SAFT: Fræðsla um jákvæða og örugga netnotkun barna Hjúkrunarfræðingur: Kynþroski, fræðsla.

7. bekkur

Nemendaráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

8. bekkur

Nemendaráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

Forvarnarfræðsla Magga Stef: fíknivarnir og áfengis- og tóbaksvarnir

9. bekkur

Nemendaráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

Forvarnarfræðsla Magga Stef: fíknivarnir og áfengis- og tóbaksvarnir

10. bekkur

Nemendaráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

Forvarnarfræðsla Magga Stef: fíknivarnir og áfengis- og tóbaksvarnir