Persónuverndarstefna

on .

Persónuverndarstefna

Landakotsskóli vinnur með persónugreinanleg gögn um einstaklinga og vistar í skjalageymslumog upplýsingakerfum sínum. Skólinn leggur ríka áherslu á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga.

Hvaða gögn
Um er að ræða gögn um nemendur, aðstandendur og starfsfólk. Persónuleg gögn er varða nemendur og aðstandendur eru meðal annars:

  • Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og netfang
  • Námsmat og niðurstöður samræmdra kannana
  • Fundargerðir
  • Myndir
  • Beiðnir um og niðurstöður greininga sem og heilsufarsupplýsingar
  • Viðveruskráningar

Persónuleg gögn er varða starfsfólk eru meðal annars:

  • Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang og nafn og símanúmer aðstandenda
  • Myndir
  • Heilsufarsupplýsingar
  • Sakavottorð
  • Viðveruskráningar
  • Tölvupóstar
  • Ráðningar- og launasamningar, launaútreikningur

Heimildir
Landakotsskólinn vistar og vinnur eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru og heimilt er aðvinna með samkvæmt lögum, samningum við aðila eða upplýstu samþykkti einstaklinga ogannarra þeirra sem að verkefnum koma.

Hvaða notkun
Gögn og upplýsingar sem skólinn geymir í upplýsingakerfum sínum, eru einungis notuð til aðskólinn geti sinnt hlutverki sínu á sem bestan máta. Landakotsskólinn mun aldrei dreifa persónuupplýsingum til annarra aðila án heimildar.

Geymsla gagna - Varnir
Landakotsskólinn setur sér starfsreglur um geymslu gagnanna til að koma í veg fyrir eða lágmarka skaða af völdum misnotkunar eða gáleysis.

Öll gögn og vinnslur eru varin þannig að einungis þeir sem heimildir hafa til að vinna með gögnin, sjá þau og/eða breyta, geti framkvæmt slíkar aðgerðir, aðrir geta ekki skoðað gögnin.

Afritun
Öll gögn hjá skólanum eru afrituð til að tryggja að þau séu ætíð til staðar.

Réttleiki
Skólinn leitast ætíð við að tryggja réttleika gagna sinna. Komi í ljós að upplýsingar séu rangt skráðar, eru þær uppfærðar.

Réttur einstaklinga til upplýsinga um vinnslu og aðgangs að eigin persónuupplýsingum
Skólinn veitir öllum einstaklingum sem eftir því óska, aðgang að upplýsingum um þau persónugögn sem hann vistar og/eða vinnur með um einstaklinginn.

Skipaður hefur verið persónuverndarfulltrúi sem m.a. tekur við beiðnum einstaklinga og setur þær í farveg þannig að unnt sé að svara einstaklingum innan ásættanlegs frests.