Skák í Landakotsskóla

on .

12.september

Í Landakotsskóla er mikill skákáhugi. Hrafnkell Már Einarsson og Micah William Quinn þjálfa nemendur. Á mánudögum er sameignleg æfing með eldri nemendum og nokkrum yngri nemendum sem eru lengra komnir á skákbrautinni. Í frístund hittir Hrafnkell alla nemendur einu sinni í viku og kennir þeim að tefla. Á mánudaginn kom í heimsókn stórmeistari í skák, Hjörvar Grétarsson, sem aðeins 24 ára er með næstflest ELO stig á Íslandi, eða 2567. Hér má sjá fleiri myndir frá heimsókn hans.

 

 

Morgunverðarhlaðborð í 6. bekk

on .

11.september 2017

received 10155702484994127

Í heimilisfræðitíma í síðustu viku fengu nemendur 6.bekkjar að útbúa morgunverðarhlaðborð að eigin vali. Útkoman var bæði glæsileg og girnileg eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Haustsólin

on .

6.september 2017

Nemendur Landakotsskóla njóta sannarlega veðurblíðunnar sem leikið hefur við okkur undanfarna daga. Hér má sjá myndir af nemendum að leik úti í góða veðrinu.