Þórsmerkurferð

on .

2.júní 2017

 

Dagana 23.-24. maí fóru nemendur úr Alþjóðadeild D og 8. bekk í vettvangsferð í Þórsmörk. Þar gengu þau á Gígjökul og hluta Fimmvörðuháls, skoðuðu fossa og hella, kveiktu varðeld og borðuðu úti í náttúrunni. Með í för voru Micah og Fergus, kennarar úr Alþjóðadeild og ferðaðist hópurinn á bílum sem Arctic Adventures and Ellen Gunnarsdóttir lánuðu þeim til fararinnar. Hér má sjá fleiri myndir úr þessari skemmtilegu ferð.

Erasmus

on .

30. maí 2017

Landakotsskóli tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi Erasmus með Svíum, Króötum, Slóvenum og Grikkjum
Samstarfsfólk frá þessum þjóðum komu til landsins í síðustu viku.  Við funduðum og skoðuðum skóla hér í nágrenninu.
Einnig höfðu þau tækifæri á að skoða landið en við fórum með þau að skoða Þingvelli, Gullfoss og Geysi.
Allir voru sammála um gæði skólanna hér og fegurð landsins.
Það er ómetanlegt að vera í samstarfi og læra hver af öðrum til að gera gott skólastarf enn betra.

Nemandi í tónsköpunarkeppni

on .

26. maí 2017

Carter Horner er í 6. bekk Landakotsskóla og hefur verið nemandi hjá Laufey Kristinsdóttir, píanókennara, síðustu tvö árin. Hann tók þátt í Upptakti, sem er tónsköpunarkeppni fyrir 5. – 10. Bekk og samdi verkið „Færibandið“ eða „Conveyers belt“. Hér má sjá viðtal við Carter.