Skákmót Landakotsskóla

on .

Fimmtudagur 11.maí 2017

Föstudaginn 5.maí fór fram skákmót Landakotsskóla árið 2017. Stóð öllum nemendum 1. - 10. bekkjar skólans til boða að taka þátt og voru keppendur 60 talsins, takk fyrir og bless!

Tefldar voru 5 umferðir og að þeim loknum þurfti að tefla sérstaklega um efstu þrjú sætin. Var það Stefán Borgar Brynjólfsson í 5. bekk sem sigraði mótið, Henrik Nói Júlíusson Kemp í 7. bekk hlaut silfur og Lucius Nackmyar í 5. bekk alþjóðadeildar hlaut bronsið. Einnig voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi og sigurvegarar voru eftirfarandi: 

KristjánHelgason, 1. bekk

Mattías Björgvin Kjartansson, 2. bekk

Styrmir Viggósson, 3. bekk

Iðunn Helgadóttir, 4. bekk

Stefán Borgar Brynjólfsson,  5. bekk

Nicholas Smith, 6. bekk

Henrik Nói Júlíusson Kemp,  7. bekk

Daníel Xiangnan Douglas, 8. bekk

Kári Egilsson, 9. bekk

Þórunn Jóhanna Þórisdóttir, 10. bekk

Sérstök verðlaun fyrir dugnað, áhuga og bestu hegðun hlutu Kári Geir Árnason í 1. bekk og Kirill Zolotuskiy í 7. bekk.

Hér má sjá fleiri myndir frá mótinu.

Undankeppni fyrir skákmót

on .

4.maí 2017

 

Á morgun, föstudaginn 5.maí, fer fram skákmót í skólanum. Í dag kepptu nemendur innan bekkjadeilda í undankeppni.

Vísindakynning

on .

27. apríl 2017

Á morgun, föstudaginn 28. apríl milli klukkan 9.30 og 12, verða nemendur úr Landakotsskóla með vísindakynningu í HÍ.

Hér má sjá auglýsinguna og allar upplýsingar um viðburðinn.