Tónlistarleikhúsið Elmar

on .

Þriðji bekkur Landakotsskóla.

Börn læra mikið í gegnum leiki. Hefðbundnir barnaleikir er frábær æfingamiðill fyrir tungumál, félagshæfni, líkamlega samhæfingu, til að læra reglur, vera hluti af hóp og svo mætti lengi telja. Í leik er auðvelt að detta inn í fantasíuheim, létt og kímið skap og sköpunarkrafturinn blómstrar. Það er árangursríkt að ramma æfingar af ýmsu tagi, s.s. tungumál, hreyfingu, hlustun o.fl. inn í þema og er uppsetning og sköpun í tónlistarleikhúsi gott dæmi um slíkt.

Atriði leikhússins eru unnin með söguþráðinn úr barnabókinni Köflótti fíllinn Elmar til  hliðsjónar. Skilaboðin eru skýr og réttmæt; það þurfa ekki allir að vera eins.

Nemendur sömdu tónlistina, dansana, textana og gerðu grímur og hljóðfæri. Sem dæmi má nefna að tónlistin er undirspil við hreyfingar og gjörðir dýranna, “hreyfiundirspil”. Samspil hljómsveitar og dansara krefst því mikillar einbeitingar og samvinnu.

Nanna Hlíf Ingvarsdóttir hafði frumkvæði að tónlistarleikhúsinu en Stefanía Stefánsdóttir myndmenntakennari og Finnur Óskarsson voru fljót að stökkva á vagninn. Þeim til aðstoðar voru Ólafía María Gunnarsdóttir umsjónarkennari og Inga Bjarnason leiklistarkennari. Um upptöku af tónlistarleikhúsinu og klippingu sáu nemendur í 10. bekk.

Sjá má upptöku af verkinu með því að smella á slóðina:  https://www.youtube.com/watch?v=p-ueYrAx2ZY&feature=youtu.be

 

Dagur jarðar

on .

,,Það er stemning að moka greinum oní poka!"

Nemendur unglingastigs tóku til hendi á skólalóðinni á Degi jarðar, þann 22. apríl.

dagur1

Hugmyndakassi

on .

Við í Kátakoti vorum að föndra hugmyndakassa.  Í hann geta krakkarnir í Kátakoti sett sínar hugmyndir og óskir varðandi starfið okkar. Farið verður reglulega yfir hugmyndir og þær framkvæmdar eftir bestu getu.  Þannig fá börnin okkar meira að segja og hafa tækifæri á því að hafa áhrif á umhverfið sitt.  

hugmyndakassi