The International A-group creates Shadow Play

on .

Creativity in Landakotsskóli

 

Due to the strict division of Landakotsskóli into separate zones this semester, our teachers have had to be flexible and teach different groups and subjects than usual. 

The multi-talented team, Solveig and Hrafnkell, worked together to combine drama, music and singing with the International A-group in November. The result is a Shadow Play based on the Indian Legend How the Moon was kind to her Mother. 

 

The International A-group creates their own Shadow Play

 

Nemendur A-deildar búa til skuggaleikrit

on .

Nemendur A-deildar sköpuðu skuggaleikrit úr indverskri þjóðsögu

 

Kennarar Landakotsskóla hafa margir þurft að hliðra til undanfarið og kenna ýmislegt annað en venjulega vegna hólfaskiptingarinnar sem við höfum vandað okkur sérstaklega með í skólanum frá upphafi.

Fjölhæfu kennararnir okkar þau Solveig og Hrafnkell nýttu sameiginlega krafta sína þegar þau gripu inn í kennslu A-hóps í alþjóðadeild allan nóvember með leiklist, tónlist og söng. Afraksturinn var sköpunarverkið Skuggaleikrit úr indversku þjóðsögunni When the moon was kind to her mother.

 

A-deild vann saman að því að skapa skuggaleikrit úr indverskri þjóðsögu

Landakotsskóli stóð sig vel á Íslandsmóti ungmenna í skák

on .

Landakotsskóli átti þó nokkra fulltrúa á nýliðnu Íslandsmóti ungmenna helgina 28-29 nóvember. Færri komust að en vildu frá Landakotsskóla vegna fjöldatakmarkana. Krakkarnir sem mættu stóðu sig engu að síður með stakri prýði, bæði við borðið og hvað háttvísi varðar.  · 

  • · Iðunn Helgadóttir varð önnur í keppni um Íslandsmeistara stúlkna
  •    Adam Omarsson lenti í 3. sæti í flokki 13-14 ára.
  • · Jón Louie Thoroddsen hreppti bronsið í u8 flokknum.
  • · Helgi Nils endaði með 4 vinninga af 7 og hlaut hæfnisverðlaun fyrir, einnig í u8

 Frábær uppskera hjá krökkunum og ljóst að framtíðin er björt.

(Frétt: Leifur Þorsteinsson)

Iðunn Helgadóttir er hægra megin

 

Adam Omarsson er lengst til hægri
Jón Louie Thoroddsen er lengst til hægri