Sjálfsmatsáætlun

on .

Sjálfsmat skólans er umbótamiðað og í framhaldi af hverjum áfanga er tekin saman umbótaáætlun til þess að bregðast við niðurstöðum matsins. Eftirfarandi áætlun gildir fyrir næstu ár:

 

Skólaárið 2013-14

 

Nú verður endurtekið mat á starfi unglingastigsins með hliðsjón af fyrra mati og þeirri umbótaáætlun sem samin var í kjölfar þess.

 

Skólaárið 2014-15

Farið verður í saumana á unglingastigi (7.-10. bekk). Farið verður yfir námsframboð, kennsluhætti, námsárangur, líðan nemenda, viðhorf kennara til námsefnis og –mats, viðhorf foreldra til starfsemi skólans og vinnu barna sinna. Jafnframt verður athugað hvernig námsframboð skólans rímar við kröfur framhaldsskóla. Niðurstöður matsins verða bornar saman við hliðstætt mat frá vorinu 2011 og umbótaáætlun í kjölfar þess.

Skólaárið 2015-16

Miðstig skólans (4.-6. bekkur) verður tekið til skoðunar með hliðsjón af námsframboði, kennsluháttum og námsárangri – einkum í íslensku og stærðfræði – líðan nemenda, viðhorfum kennara til námsefnis og –mats, viðhorfum foreldra til starfsemi skólans og vinnu barna sinna. Jafnframt þessu verður þjónusta bókasafns við nemendur og kennara metin.

Skólaárið 2016-17

Hér verða yngstu bekkirnir teknir til athugunar, fimm ára deildin og 1.-4. bekkur. Sérstaklega verður metin samfellan milli þessara bekkja, en að öðru leyti verður farið í sömu spor og að ofan greinir.

Jafnframt þessu verður stjórn skólans metin af hálfu elstu nemendanna, starfsmanna og foreldra.

 

 

Nemendaverndarráð

on .

Nemendaverndarráð er starfrækt við skólann og er fundað á hálfsmánaðarfresti. Í nemendaverndarráði sitja skólastjóri/framkvæmdastjóri, deildarstjóri stoðþjónustu, námsráðgjafi og skólahjúkrunarfræðingur ásamt fagaðilum frá Þjónustumiðstöð Miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða koma til skiptis skólasálfræðingur, kennsluráðgjafi og félagsráðgjafi.

Hlutverk
Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu. Að gæta hagsmuna nemenda í skólanum, vernda þau og styðja með því að; taka við tilvísunum nemenda sem þurfa stuðning vegna líkamlegra, félagslegra og / eða sálrænna erfiðleika.

Starfsreglur
Ráðið fundar hálfsmánaðarlega á starfstíma skóla. Skólastjóri heldur fundargerðir.

Stjórn foreldrafélagsins

on .

Stjórn foreldrafélags Landakotsskóla 

Anna Lísa Björnsdóttir – formaður/chair  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  / 6593804

Helgi Þór Þorsteinsson – gjaldkeri/treasurer This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Anna María Bogadóttir – meðstjórnandi/boardmember (contact to city council) This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Krisztina Kocsmar – meðstjórnandi/boardmember This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Elsa Jacquesson – meðstjórnandi/boardmember This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ásta Olga Magnúsdóttir – varamaður/vice-boardmember This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Torfhildur Jónsdóttir – varamaður/vice-boardmember This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Elísabet Helgadóttir – varamaður/vice-boardmember This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tengiliðir foreldra við Grænfánaverkefni/Eco-school project parents contacts:

Ásta Olga Magnúsdóttir og Ragna Skinner This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  & This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.