Kostir Landakotsskóla

on .

Landakotsskóli ses er sjálfseignarstofnun sem rekin er með styrk sveitarfélaga í samræmi við lög og reglugerðir. Skólinn fer eftir aðalnámskrá grunnskóla hverju sinni, en markar samt sínar áherslur. Þessar eru helstar:

  1. Í skólanum er ein bekkjardeild í hverjum árgangi frá 5 ára og upp í 10. bekk. Bekkir eru litlir þannig að kennarar og annað starfsfólk geti komið til móts við hvern og einn nemanda þar sem hann er staddur. Í þeim bekkjum þar sem nemendur eru fleiri en 17 eru oft tveir kennarar.
  2. Nemendur í 5 ára bekk hefja nám í lestri, skrift og reikningi, en auk þess hefst þá kennsla í ensku og frönsku sem haldið er áfram í öllum bekkjum til grunnskólaprófs.
  3. Frá og með 1. bekk fá nemendur einum tíma meira á viku í íslensku og stærðfræði en viðmiðunarnámskrá segir til um.
  4. Ríkulegt framboð er á list- og verkgreinum, dans, leiklist, myndmennt, smíðar, textílmennt og tónmennt. Nám í list- og verkgreinum styrkir annað nám barnanna.
  5. Skóladagur er samfelldur og síðdegisvist er í boði fyrir yngstu nemendur þar sem í boði er margvísleg kennsla í bland við leik og útivist.
  6. Skólinn kappkostar að bjóða upp á hollan og góðan mat í hádegi og í síðdegisvist.
  7. Áhersla er lögð á heimilislegan og glaðværan aga, því enginn lærdómur fer fram í óttablöndnu andrúmslofti.