Eineltisstefna - Action against bullying policy
Aðgerðaráætlun í eineltismálum - Action against bullying (english below)
Umsjónarkennari er alltaf ábyrgur fyrir að leysa og uppræta eineltismál sem upp koma í hans umsjónarbekk. Ávallt skal bregðast við tilkynningu um einelti sem fyrst og ekki láta líða meira en 1 dag frá tilkynningu þar til vinna hefst skv. eineltisáætlun Landakotsskóla. Hlutverk umsjónarkennara er að fylgja aðgerðalistanum og skrá það sem fram kemur í viðtölunum.
Skref 1. Þegar vaknar grunur um einelti
- Tilkynnist hann til umsjónarkennara, eyðublað nr. 1 hér
- Umsjónarkennari sendir tilvísun til nemendaverndarráðs eyðublað nr. 2 hér
- Umsjónarkennari ræðir við þolanda, eyðublað nr. 3 hér
- Umsjónarkennari ræðir við geranda/ur, eyðublað nr. 4 hér
Skref 2. Rökstuddur grunur um einelti
- Umsjónarkennari ræðir við nemendur sem að málinu koma, eyðublað nr. 5 hér
- Umsjónarkennari leitar til og upplýsir starfsfólk, kennara og aðra sem að nemendum koma um málið.
- Ítarleg könnun og greining á gögnum sem til eru um málið. Frekari upplýsinga aflað sjá eyðublað nr. 5.
- Hringt í foreldra bæði þolenda og gerenda.
- Foreldrum/forráðamönnum gerð grein fyrir þeirri aðstoð sem skólinn getur veitt nemandanum
- Ráðleggingar til foreldra um hvað þeir geta gert til að aðstoða barn sitt.
- Foreldrum bent á þann möguleika að hægt sé að nýta aðstoð nemendaráðgjafa.
- Ef frekari aðstoðar er þörf er málinu vísað til eineltis- og forvarnarteymis skólans eyðublað nr. 6 hér
Eineltisteymi
Við skólann starfar eineltisteymi sem skipað er fulltrúum stjórnenda, kennara og starfsfólks. Teymið skipa Orri, Erna, Stéphanie og Anna Guðrún.Eineltisteymi tryggir að allir þekki eineltisáætlun skólans og kynni hana á hverju hausti. Það eflir eftirlit innan skólans og tryggir að það sé skilvirkt. Lögð er áhersla á vitundarvakningu meðal starfsfólks, nemenda og foreldra.
Action Against Bullying Policy
Action against bullying
The homeroom teacher is always responsible for solving and eradicating bullying that occurs in his homeroom. A notification of bullying must always be responded to as soon as possible and not more than 1 day from notification until work commences according to Landakotsskóli's bullying program. The role of the home-room teacher is to follow the list below and record what is stated in the interviews.
Step 1. When bullying is suspected:
• It should be reported to the homeroom teacher,FORM 1 report_bullying.pdf
• The homeroom teacher send a note to the Student Protection Council FORM 2 Reference_to_Student_protective_council.pdf
• The homeroom teacher talks to the alleged victim, FORM 3 Alleged_victim.pdf
• The tutor talks with the alleged perpetrator, FORM 4 Accused.pdf
Step 2. Reasonable suspicion of bullying:
• The homeroom teacher discusses with other students involved, FORM 5 Reasonable_suspicion_of_bullying.pdf
• The homeroom teacher ask other staff members for information on the matter and informs the staff, teachers and others involved with the students.
• Extensive research and analysis of available data on the matter.
Further information obtained according to FORM 5 Reasonable_suspicion_of_bullying.pdf
• Parents of both victims and perpetrators are called.
• Parents / guardians are told what assistance the school can provide for the student
• Advice given to parents on what they can do to help their child.
• Parents are advised that they can turn to the student counselor for assistance
• If further assistance is needed, the case is referred to the School's Bullying Prevention Team FORM 6 Reference_to_bullying_prevention_team.pdf
Aðgerðaáætlun gegn einelti
pdf skjal
Samkvæmt lögum frá 2011 ber skólum að setja sér aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólanum.
- Áætlunin skal ná til allrar starfsemi og alls starfsfólks skóla og skal kveða á um skyldur þess til að vinna gegn einelti með ábyrgum og virkum hætti.
- Áætlunin skal ná til allra nemenda og styrkja þá til að bera virðingu hver fyrir öðrum, sýna tillitssemi og samkennd og taka afstöðu gegn einelti.
Skólinn er, næst á eftir heimili barnsins, mikilvægasta umhverfi þess, og þar mótast meðal annars félags- og tilfinningaþroski að hluta.
Forvarnir
Skólinn skal vinna markvisst að forvörnum með því að stuðla markvisst að velferð barna og farsælli skólagöngu þeirra þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Fræðsla til starfsmanna, foreldra og nemenda er mikilvægur þáttur forvarna.
Lýðræðislegt samstarf
Öflugasta forvörnin gegn einelti felst í því að börn læri með skipulögðum hætti að vera saman í leik og starfi þar sem lýðræði, mannréttindi og jafnrétti eru höfð að leiðarljósi. Fræðimenn hafa haldið því fram að til að sporna við einelti þurfi allir að tileinka sér umburðarlyndi gagnvart samferðafólki sínu, og einkum þeim sem taldir eru á einhvern hátt standa utan hins viðurkennda hóps.
Í viðamikilli sænskri rannsókn á einelti í skólum kom m.a. í ljós að einelti mælist lítið þar sem skóla-bragurinn einkennist af samvinnu, skapandi starfi, trausti og ábyrgð. Þar ríkja einnig sameiginleg viðhorf starfsmanna til grunngilda í samskiptum, nemendur taka virkan þátt í forvörnum og þeir ásamt starfsmönnum vinna markvisst með gildi.
Menntastefna Evrópuráðsins, Pestalozzi, hefur það að markmiði að skólar séu án ofbeldis. Þar er litið svo á að nemendur þurfi skipulega þjálfun í samvinnu og samræðu. Þannig þjálfist þeir í að tjá skoðanir sínar, hlusta, taka tillit til mismunandi hugmynda, leita lausna við ágreiningi og deila ábyrgð. Þessi færni er forsenda lýðræðissamfélags hvort sem um er að ræða bekk, skóla eða samfélagið í heild sinni. Það nægir með öðrum orðum ekki að fjalla um lýðræðislegt samstarf heldur þarf að æfa það skipulega.
Bekkjarfundir
Bekkjarfundir eru fastir í stundaskrá einu sinni í viku hjá öllum bekkjum í Landakotsskóla. Unnið er eftir ákveðnu fyrirkomulagi, fundirnir eru formfastir, kennarinn er hópstjóri og skipar stærstan þáttinn í því að halda gagnlegan bekkjarfund. Kennarar geta nálgast efni á innri vef Landakotsskóla undir: Sameign kennara í möppu sem heitir AKUT og í kennaraherbergi niðri. Ábyrgð: umsjónarkennarar
Aðrir fundir með nemendum
- Lýðræðiskaffi (e. World café) með nemendum á degi mannréttinda barna sem er 20. nóvember yngsta-, mið- og unglingastig, hvert stig 3. hvert ár. Markmið Lýðræðiskaffis er að efla lýðræðisvitund nemenda og þjálfa þau í lýðræðislegum aðferðum og félagsfærni. Nemendur setja ákveðin mál á dagskrá sem þau ræða í litlum hópum eftir ákveðnu skipulagi. Ábyrgð: skólastjóri, verkefnastjóri og umsjónarkennarar.
- Nemendaráðsfundir einu sinni í mánuði með yngsta-, mið-, og unglingastigi. Ábyrgð: Árgangastjórar
- Fundir með skólaráði tvisvar á ári. Ábyrgð: skólastjóri.
- Nemenda og foreldrasamtöl – sjálfsmat nemenda – einu sinni á önn. Ábyrgð: umsjónarkennarar.
Félagsfærnikennsla á yngri stigum
Vinir Zippýs. Rannsóknir hafa sýnt að mjög góður árangur hlýst af þessu námsefni í mismunandi menningarumhverfi. Í ljós kom að börnin sem höfðu farið í gegnum námsefnið sýndu greinilega framför í því að takast á við vandamál á jákvæðan hátt (e. coping abilities) samanborið við börn sem ekki fóru í gegnum það. Ábyrgð: skólastjóri, forstöðumaður frístundar, umsjónarkennarar.
Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti fyrir yngsta stig. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki.
Félagsfærnikennsla á eldri stigum
PEERS er námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga, nemendur í 8. bekk fá námskeið í PEERS. Ábyrgð: skólastjóri, nemendaráðgjafi og deildarstjóri stoðþjónustu.
Kannanir – Skimanir – Einstaklingsviðtöl
- Eineltiskönnun: í 5 ára-10. bekk í október ár hvert.
- Tengslakönnun: eftir þörfum. Tengslakönnun er mikilvægt tæki til þess að sjá hvaða nemendur eru einangraðir félagslega. Ábyrgð: umsjónarkennarar.
- Skólapúlsinn: Nemendakönnun annað hvert ár í október og mars. Foreldrakönnun, starfsmannakönnun annað hvert ár í febrúar.
- Rannsókn og greining: Hagir og líðan nemenda í 5. – 7. bekk annars vegar og hagir og líðan nemenda í 8.-10. bekk hins vegar. Könnunin er gerð á tveggja ára fresti í febrúar.
- Leikskólar Reykjavíkurborgar: viðhorfskönnun fyrir foreldra barna í 5 ára bekk. Ábyrgð: skólastjóri, nemendaráðgjafi og umsjónarmaður upplýsingatækni. Ábyrgð: verkefnastjóri og skólastjóri
- Skimun um lífsstíl og líðan, einstaklingsviðtöl: spurningalisti er lagður fyrir 1., 4., 7., og 9. bekk á hverju ári. Ábyrgð: hjúkrunarfræðingur.
- Fastir viðtalstímar nemendaráðgjafa eru á mánudögum kl. 10:00-16:00 fyrir alla nemendur í Landakotsskóla. Hlutverk nemendaráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í þeim málum sem snerta nám, líðan og framtíðaráform þeirra. Nemendaráðgjafi er talsmaður nemenda og trúnaðarmaður. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra. Ábyrgð: nemendaráðgjafi.
Gæsla og öryggi nemenda
Tryggt sé að gæsla sé fullnægjandi þar sem nemendur eru að leik og störfum s.s. í frímínútum, matarhléum, búningsklefum o.s.frv. Kennarar og aðrir starfsmenn sjá um gæslu í frímínútum, bæði úti og inni. 5 ára nemendur eru í frímínútum á öðrum tíma en eldri nemendur. Útisvæði er afmarkað með girðingu fyrir 1.-4. bekk, og innan þess eru þrjú svæði skilgreind sem einn fullorðinn starfsmaður vaktar. Unglingar í 9. og 10. bekk hjálpa einnig til við útigæsluna. Útisvæði 5.-7. bekkjar er við skólann austanmegin og á Landakotsstúni og þar eru skilgreind þrjú svæði sem einn fullorðinn starfsmaður vaktar. Þeir sem sinna gæslu á skólalóð klæðast merktum fatnaði svo þeir séu vel sýnilegir í misjöfnum aðstæðum og veðrum. Skólastjóri og verkefnastjóri skipuleggja gæsluna og hafa með henni eftirlit.
- Starfsmenn séu vakandi fyrir því að einelti getur komið upp og skulu vera tilbúnir til að bregðast strax við verði þeir vitni að slíku og koma upplýsingum á framfæri við viðkomandi umsjónarkennara. Ábyrgð: Allir starfsmenn.
- Lögð sé áhersla á að í kennslustundum eru nemendur á ábyrgð kennara þar til kennslustund lýkur, á þeim tíma eiga nemendur ekki að vera eftirlitslausir. Ábyrgð: Skólastjóri.
Starfsfólk
- Nýir starfsmenn fái fræðslu um stefnu skólans varðandi aga- og eineltismál, kennarar fái þjálfun í notkun bekkjarfunda.
- Haldnir séu starfsmannafundir tvisvar á vetri þar sem sérstaklega er farið yfir eineltisáætlun skólans.
- Gerð sé grein fyrir framgangi eineltismála á vinnustaðafundum og starfsmenn þannig upplýstir um hvaða vinna fer fram og hverju þarf að hafa vakandi auga með í nemendahópnum. Ábyrgð: Skólastjóri.
Foreldrar/Forráðamenn
- Skólinn beiti sér fyrir samstarfi við foreldra/forráðamenn, þ.e. að foreldrar/forráðamenn hvers bekkjar þekkist og kynnist í starfi með börnunum s.s. á bekkjarkvöldum. Ábyrgð: Umsjónarkennarar/Foreldrafélag.
- Forráðamenn fái upplýsingar um stefnu skólans í eineltismálum, nýir í hópnum fái fræðslu um stefnu skólans að hausti eða við upphaf skólagöngu barns. Ábyrgð: Skólastjóri.
- Foreldrar/forráðamenn skulu hafa greiðan aðgang að stefnu skólans í eineltismálum á heimasíðu skólans. Auk þess er áætlunin kynnt fyrir foreldrum á kynningarfundum á haustin.
- Forráðamönnum er bent á að vera vakandi yfir líðan, námi og félagslegri stöðu barna sinna.
- Forráðamenn nemenda skulu gæta hagsmuna barna sinna.
- Forráðamenn nemenda náið samráð við starfsfólk skóla, fylgjast með skólagöngu barna sinna og veita þær upplýsingar sem kunna að skipta máli fyrir skólastarfið og velferð barnanna. Foreldrum ber að greina skólanum frá þeim þáttum sem kunna að hafa áhrif á námsframvindu, ástundun og hegðun, svo sem um vanlíðan barna sinna og áföll sem gætu haft áhrif á skólagöngu þeirra, sem og þegar breytingar verða á högum þeirra og aðstæðum.
Einelti
Einelti felur í sér neikvæða hegðun sem markvisst og endurtekið er beint að einhverjum sem er tiltölulega varnarlaus gagnvart gerandanum. Einelti er ofbeldi sem getur haft varanleg áhrif á sálarlíf fórnarlambsins. Foreldrar skulu alltaf taka vísbendingar eða upplýsingar um einelti alvarlega.
Skilgreining á einelti:
Í 3. gr. reglugerðar um aðgerðir gegn einelti á vinnustað, nr. 1009/2015 er að finna skilgreiningu á hugtakinu einelti. Styðjast má við sömu skilgreiningu fyrir börn enda ekki um aðra lagalega skilgreiningu að ræða:
„Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.“
Samkvæmt reglugerðinni þurfa eftirtalin atriði að koma til svo háttsemin teljist vera einelti:
- Hegðunin er meiðandi, særandi eða niðurlægjandi fyrir þann sem fyrir henni verður og er til þess fallin að mismuna, ógna, útiloka og valda vanlíðan hjá þeim sem hegðunin beinist að.
- Viðkomandi á erfitt með að verjast.
- Hegðunin þarf að vera síendurtekin og standa yfir í einhvern tíma, [viku eða lengur].
Aðgerðaráætlun í eineltismálum
Umsjónarkennari er alltaf ábyrgur fyrir að leysa og uppræta eineltismál sem upp koma í hans umsjónarbekk. Ávallt skal bregðast við tilkynningu um einelti sem fyrst og ekki láta líða meira en 1 dag frá tilkynningu þar til vinna hefst skv. eineltisáætlun Landakotsskóla. Hlutverk umsjónarkennara er að fylgja aðgerðalistanum og skrá það sem fram kemur í viðtölunum.
Skref 1. Þegar vaknar grunur um einelti
- Tilkynnist hann til umsjónarkennara, eyðublað nr. 1 hér
- Umsjónarkennari sendir tilvísun til nemendaverndarráðs eyðublað nr. 2 hér
- Umsjónarkennari ræðir við þolanda, eyðublað nr. 3 hér
- Umsjónarkennari ræðir við geranda/ur, eyðublað nr. 4 hér
Skref 2. Rökstuddur grunur um einelti
- Umsjónarkennari ræðir við nemendur sem að málinu koma, eyðublað nr. 5 hér
- Umsjónarkennari leitar til og upplýsir starfsfólk, kennara og aðra sem að nemendum koma um málið.
- Ítarleg könnun og greining á gögnum sem til eru um málið. Frekari upplýsinga aflað sjá eyðublað nr. 5.
- Hringt í foreldra bæði þolenda og gerenda.
- Foreldrum/forráðamönnum gerð grein fyrir þeirri aðstoð sem skólinn getur veitt nemandanum
- Ráðleggingar til foreldra um hvað þeir geta gert til að aðstoða barn sitt.
- Foreldrum bent á þann möguleika að hægt sé að nýta aðstoð nemendaráðgjafa.
- Ef frekari aðstoðar er þörf er málinu vísað til eineltis- og forvarnarteymis skólans eyðublað nr. 6 hér
Eineltisteymi
Við skólann starfar eineltisteymi sem skipað er fulltrúum stjórnenda, kennara og starfsfólks. Teymið skipa Orri, Erna, Stéphanie og Anna Guðrún.Eineltisteymi tryggir að allir þekki eineltisáætlun skólans og kynni hana á hverju hausti. Það eflir eftirlit innan skólans og tryggir að það sé skilvirkt. Lögð er áhersla á vitundarvakningu meðal starfsfólks, nemenda og foreldra.
HANDBÓK UM EINELTI OG VINÁTTUFÆRNI FORVARNIR OG VIÐBRÖGÐ
Um handbókina: Árið 2009 gáfu Heimili og skóli út bækling um einelti. Ýmislegt hefur breyst síðan þá og erum við sem samfélag reynslunni ríkari þegar kemur að forvörnum og inngripum í eineltismál. Fyrrnefndur bæklingur fjallar aðallega um staðreyndir um einelti, ásamt því að gefa ýmis góð ráð. Þessari handbók er ætlað að verða viðbót við fyrri útgáfu en ekki endurtekning. Megináherslan er á forvarnir, fróðleik og hagnýt ráð. Handbókin hentar foreldrum, fagfólki sem vinnur með börnum sem og börnunum sjálfum.
Slóð í mentor
Foreldrar ath. a? slo?in i mentor er: mentor.is. Smelli? her.