3. febrúar

on .

Ný námskrá

Við erum að búa til nýja námskrá. Almennur hluti hennar með alls konar regluverki er kominn á heimasíðuna, en nú erum við að fást við einstaka bekki og einstakar greinar - með það markmið í huga að gera gott betra! Skólastarf fer ekki fram í stökkum ef vel á að vera, heldur koma breytingarnar hægt og sígandi, eitt og annað víkur, annað kemur inn í staðinn. Nýja námskráin er sveigjanlegri en sú gamla að því leyti að nú eiga börn að fá tiltekinn fjölda kennslustunda í ákveðnum greinum, en skólinn getur raðað þeim á bekki í samræmi við áherslur sínar. Jafnframt þessu verður val aukið, t.d. á miðstigi, 5.-7. bekk. Hafa foreldrar áhuga á sérstökum valgreinum? Við munum auka áherslu á lesturinn. Við stöndum vel miðað við marga skóla, en í öryggisskyni verða allir nemendur í 5.-7. bekk lestrarprófaðir til þess að ganga úr skugga um að allir hafi náð tilskilinni færni. Sendið mér athugasemdir og hugmyndir!

Nýtt netfang

Nýja netfangið mitt er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Við höfum verið að flytja tölvuþjónustu okkar í nýtt fyrirtæki og enn eru nokkrir byrjunarörðugleikar. Þá gerðist það á dögunum að ungur maður austur í Kuala Lumpur hakkaði heimasíðuna okkar í spað og enn eru ekki öll kurl komin þar til grafar. En að mestu leyti hefur síðan verið uppfærð.

Með góðri kveðju, Sölvi

Tilkynning um einelti

on .

Hér fyrir neðan má finna tilkynningareyðublað vegna gruns um einelti. 

27. janúar

on .

Tölvur og notkun þeirra

Þetta er mér umhugsunarefni þessa dagana. Ég hvet foreldra til þess að hlusta á fyrirlestur á þessari slóð: http://www.fyrirlestrar.is/fyrirlestrar/ofnotkun-netsins-netfikn

Börnin hafa mikinn áhuga á tölvum og hann vex í réttu hlutfalli við aldur. Öll börn alast nú upp við þráðlaust net á heimili þar sem er tölva/tölvur og líklega hafa allir eldri nemendur skólans aðgang að tölvu í herbergi sínu. Ég hvet foreldra til þess að kynna sér bækling frá Vodafone um margvíslegar netvarnir; t.d. er hægt að slökkva á neti að kvöldlagi, setja upp síur sem loka á óþverra o.s.frv. Þá hef ég orðið var við að tölvuleikir hafa truflað nám nemenda, einkum drengja. Tölvur eru frábær tæki en ekki er allt gull sem glóir á netinu. Afar brýnt er að beina tölvunotkun inn á skapandi brautir.

Með góðri kveðju,

Sölvi