Starfslýsingar, annað starfsfólk
Stuðningsfulltrúar
- Vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara og deildarstjóra stoðþjónustu;
- Er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka
aðstoð; - Getur eftir aðstæðum einnig sinnt öðrum nemendum í bekknum, m.a. til að kennari geti aðstoðað nemanda sem þarf séraðstoð og til að draga úr sérstöðu nemenda með sérþarfir;
- Hefur eftirlit með nemendum inni í kennslustofu í fjarveru kennara, þ.e. gætir þess að þeir vinni verkefni sem lögð hafa verið fyrir;
- Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð;
- Vinnur eftir áætlun sem kennari hefur útbúið í samráði við sérkennara og foreldra;
- Ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og daglegum athöfnum t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfir og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt;
- Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu;
- Veitir nemendum félagslegan stuðning með því að hlusta á frásagnir og reynslu þeirra
og spjalla við þá þegar aðstæður leyfa; - Fylgir einum eða fleiri nemendum á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum og aðstoðar þá eftir þörfum.
Tölvuumsjónarmaður
- Sér um aðgang starfsfólks að innra neti skólans;
- Fylgist með nýjungum í skólastarfi, tengt upplýsingatækni, sækir námskeið, kynningarfundi og aðra fundi er tengjast starfinu;
- Fylgist með og kemur að undirbúningi samræmdra prófa í 4., – 7. og 9. bekk;
- Aðstoðar við fyrirlögn utanaðkomandi kannana;
- Heldur utan um tækjakost skólans tengt upplýsingatækni.
Nemendaráðgjafi
Hlutverk nemendaráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í þeim málum sem snerta nám, líðan og framtíðaráform þeirra. Nemendaráðgjafi er talsmaður nemenda og trúnaðarmaður. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra.
- Tekur viðtöl við nemendur að þeirra ósk;
- Trúnaðarmaður og málsvari nemenda;
- Er í samskiptum við foreldra og kennara þeirra nemenda, sem til hans leita, í samráði við viðkomandi nemendur;
- Hefur umsjón með könnunum sem þörf er á í þágu nemenda;
- Tekur á móti erindum frá nemendum, foreldrum þeirra, kennurum og stjórnendum skólans;
- Er ráðgefandi í málefnum nemenda með félagsleg og tilfinningaleg vandamál;
- Er ráðgefandi og til aðstoðar í eineltis- og forvarnarmálum;
- Situr í nemendaverndarráði og eineltisteymi skólans;
- Sér um valáfangann heimavinna;
- Tekur þátt í vinnu við að þróa forvarnaráætlun skólans.
Starfsmaður á bókasafni
- Sér um safngæslu og daglega umsjón;
- Sér um útlán bóka og annarra gagna;
- Sér um frágang bóka;
- Heldur röð og reglu á bókum í hillu;
- Sér um innkaup á bókum og öðrum gögnum;
- Sér um viðhald og viðgerð á bókum og gögnum.
Forstöðumaður frístundar
- Er verkstjóri og næsti yfirmaður starfsfólks, skipuleggur störf þeirra og heldur skrá yfir vinnutíma þeirra;
- Undirbýr og skipuleggur fundi með starfsmönnum frístundar;
- Heldur fundi með foreldrum/forráðamönnum barna sem eru að hefja skólagöngu og barna með sérúrræði;
- Hefur reglulega viðtalstíma fyrir foreldra/forráðamenn til þess að ræða málefni barns í frístund;
- Fylgist með því að nauðsynleg leikföng, búnaður og önnur gögn séu til staðar og leggur fram tillögur þar um til skólastjóra;
- Sér um frágang eftir vetrarstarfið og að eðlilegt viðhald fari fram á búnaði.
Starfsmenn frístundar
- Taka fullan þátt í öllu dagskipulagi innan frístundar;
- Skipuleggja dagskrá í samráði við aðra starfsmenn;
- Bera ábyrgð á hópastarfi eða klúbb;
- Aðstoða nemendur í leik og starfi;
- Efla virkni, ábyrgð, sjálfsmynd og sjálfstæði barnanna;
- Sjá um að frágangur húsnæðis sé viðunandi að vinnudegi loknum.
Skrifstofustjóri
- Sinnir daglegri afgreiðslu á skrifstofu skólans ásamt símsvörun;
- Svarar fyrir skólans hönd ýmsum fyrirspurnum eða vísar þeim til réttra aðila;
- Sér til þess að skilaboð berist til kennara og annarra starfsmanna;
- Tekur á móti pósti og kemur honum í réttar hendur;
- Tekur á móti og afhendir gögn sem berast inn í skólann;
- Pantar pappír og aðrar vörur sem tilheyra skrifstofuhaldi og fjölföldun á vegum skólans;
- Annast fjölföldun og póstsendingar;
- Sér um útprentun á nemendalistum, stundaskrám og vinnuskýrslum;
- Hefur yfirsýn yfir skráningu nemenda í skólann og miðlar til Reykjavíkurborgar;
- Sér um innritun og inntöku nýrra nemenda og raðar þeim í bekki í samráði við skólastjóra;
- Gengur frá gögnum um nemendur sem flytjast í aðra skóla;
- Hefur umsjón með skráningu barna í frístund og stendur skil á innheimtulistum þar að lútandi;
- Sér til þess að gögn varðandi nemendur og bókhald séu skráð og varðveitt og sér umsamskipti við bókara og endurskoðanda skólans;
- Annast forfallaskráningu vegna nemenda í Mentor;
- Sér um almenna vinnu tengda Mentor s.s. skráningu og umsjón með að nemenda- og starfsmannalistar séu réttir;
- Heldur utan um skráningu nemenda í mötuneyti;
- Er í samstarfi við verkefnastjóra forfalla fer yfir stöðu mánaðarlega og fer yfir vinnustunda og launalista;
- Sér um að á skrifstofu sé jafnan farið yfir reikninga skólans og fylgst með færslum;
- Sér um skjalavörslu skólans;
- Sér um viðhald fjölföldunartækja og aðstoðar starfsfólk við notkun þeirra;
- Afgreiðir strætómiða pantar leigu á rútum vegna sund- og vettvangsferða;
- Situr í persónuverndarteymi skólans;
- Vinnur rekstraráætlun með skólastjóra;
- Upplýsir skólastjóra reglulega um fjárhagsstöðu skólans og fylgist með að áætlanir séu í takti við daglegan rekstur;
- Fer yfir vinnustunda og launalista;
- Hefur þekkingu á viðeigandi kjarasamningum og hlutverki vinnuveitanda;
- Heldur utan um starfsmannagögn, það er skráir inn og viðheldur upplýsingum um starfsmenn;
- Sér um útborgun launa og launatengdra gjalda;
- Hefur umsjón með þeim greiðslum sem skólanum berast s.s. vegna skemmtana,
nemendaferða og reksturs mötuneytis; - Sér um pantanir á þeim gögnum sem nauðsynleg eru rekstri skrifstofunnar eða skólans að ósk skólastjórnenda;
- Annast mataráskrift starfsmanna;
- Móttekur greiðslur fyrir hina ýmsu þætti skólastarfsins;
- Sinnir móttöku skjala á skrifstofu skólans.
Umsjónarmaður skóla
- Sér um að húsnæði skólans og allur búnaður, ásamt skólalóð, séu ávallt í fullnægjandi
ástandi; - Sér um að húsnæðið sé opið við upphaf skóladags og ber ábyrgð á frágangi húsnæðis við lok skóladags;
- Hefur umsjón með lyklamálum til starfsmanna skólans og annarra sem þurfa þykir;
- Sinnir almennu viðhaldi skólahúsnæðis og lóðar og kallar iðnaðarmenn til verka;
- Hefur umsjón með ræstingu skólahúsnæðis ásamt því að sjá um skipulagningu hennar;
- Sér um innkaup á ræstivörum og öðru er varðar verksvið viðkomandi og einnig að
gjaldaliðir ræstingar séu innan fjárheimilda; - Er næsti yfirmaður skólaliða, skipuleggur og ber ábyrgð á störfum þeirra;
- Sér um að almennur tækjakostur skólans sé jafnan í lagi þar með talið móðurklukka og
kemur þeim tækjum skólans sem biluð eru til viðgerðar; - Hefur umsjón með því að salur og annað húsnæði sé undirbúið fyrir fundi, skemmtanir
og aðrar þær uppákomur sem starf skólans kallar á; - Hefur umsjón með öryggiskerfi skólans tengdu Öryggismiðstöð Íslands og Securitas;
- Annast eftirlit og viðhald á húsbúnaði;
- Sér um að hiti, lýsing og loftræsting hússins sé fullnægjandi og að kerfi þessi starfi rétt;
- Annast endurnýjun hvers konar ljósgjafa svo sem flúrpípa og pera;
- Sér um frágang sorps frá skólanum, hreinsun á rusli á skólalóð og flokkun sorps;
- Annast snjómokstur frá dyrum og af tröppum skólans;
- Fær verktaka til að sinna meiri háttar verkefnum eins og snjómokstri á bílastæðum,
leiksvæðum og sanddreifingu eftir þörfum; - Sér um að flytja húsgögn og tæki milli notkunarstaða í skólanum, þegar þörf er á;
- Sér um allar merkingar á rýmum innan dyra;
- Fer með umsjón öryggismála skólans og kemur að skipulagi neyðaráætlana.
Skólaliðar
- Reynir að leysa deilur og gætir þess að umgengnisreglur séu virtar;
- Halda skólanum hreinum og snyrtilegum;
- Aðstoðar nemendur ef með þarf við að ganga frá fatnaði sínum og gætir muna þeirra sem og klæða;
- Sér um framreiðslu á mat og frágang;
- Aðstoðar við uppröðun og tilfærslu á húsgögnum og tækjum þegar þörf er á;
- Þurrkar bleytu af göngum og heldur snyrtingum hreinum yfir daginn;
- Þrífur reglulega gólf á ákveðnu svæði.
Skólahjúkrunarfræðingur
Skólahjúkrunarfræðingur sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og nýtir þau tækifæri sem gefast til að fræða nemendur um flest það sem lýtur að heilbrigði og vellíðan. Áhersla er lögð á mikilvægi heilbrigðra lífshátta og að hver og einn ber ábyrgð á eigin heilsu og foreldrar á heilsu barna sinna.