Tékklisti fyrir frímínútur
Tékklisti fyrir frímínútur.
Ef veður er slæmt hafa skólastjórnendur samráð um það hvort nemendur verði inni.
Nemendum í 1. -7. bekk ber að fara út í frímínútur tvisvar á dag.
Nemendur í 8.- 10. bekk hafa val um hvort þeir fara út eða eru inn í frímínútum.
- þeir mega vera inni í stofum - en hurð á að vera opin fram
- þeir mega fara út af skólalóð í frímínútum.
Verkefnastjóri 2 ber ábyrgð á og sér um að skipuleggja viðveru í frímínútum, bæði úti og inni.
Útivakt:
Leiksvæði úti er skipt upp í þrjú afmörkuð vinnusvæði merkt grænt, rautt og blátt. Starfsmenn eiga að vera á sínu svæði samkvæmt plani.
Muna að:
- Fara út á réttum tíma.
- Vera í gulum vestum.
- Aðstoða börn við að komast inn í leik ef þarf og fylgjast með þeim sem sérstaka hjálp þurfa, hlusta og bregðast við þegar nemendur þurfa aðstoð.
- Minna börn á að fara ekki út af lóð.
- Snjókast er aðeins leyft á ákveðnu svæði.
- Að vera ekki í símanum nema nauðsyn beri til.
- Í lok frímínútna ganga um svæðið og safna saman hlutum (föt... o.s.frv.) sem börnin kunna að hafa skilið eftir.
Litlu skott, leiksvæði vestan megin við skólann:
- Leikföng eru í körfum við innganginn sem nemendur geta nálgast og farið með út.
- Reipi eingöngu notuð í snú snú eða til að sippa.
- Sandur á bara heima í sandkössum.
- Eingöngu má klifra í þar til gerðum leiktækjum.
- Nemendur séu utan girðingar sem er til að vernda trén.
- Eingöngu fullorðinn má sækja bolta upp á þak og út fyrir leiksvæði.
- Kista fyrir bolta, Djanga og Mikadó - ganga frá í kistuna frá kl. 12:40.
Stóru skott, leiksvæði austan við skólann og Landakotstún:
- Eingöngu fullorðinn má sækja bolta upp á þak og út fyrir leiksvæði.
- Passa að boltum sé skilað inn í stofur – hver bekkur er með sinn bolta.
- Boltavöllum er skipt á milli árganga, fylgjast vel með að þetta skipulag sé virt og gangi átakalaust fyrir sig.
- Passa að nemendur séu ekki í fótbolta fyrir framan gömlu byggingu skólans.
- Hringja inn handvirkt/með flautu úr hádegi, kl.12:25 inn vera með nemendum í matsal til kl.12:40
- Sýnum trjágróðrinum viðrðingu, stranglega bannað að rífa/brjóta greinar af trjám, né slást með greinum.
-
Matsalur:
- Nemendur bíða í röð eftir matnum
- Nemendur flokka rusl í viðeigandi fötur
- Passa að umsjónarmenn gangi frá, þurrki af borði og sópi það mesta af gólfi.
- Hjálpa börnum að skammta sér.
- Hjálpa börnum að ganga rétt frá matarafgöngum og amboðum.
- Sjá til þess að börnin fari út (litlu) eða í tíma (stóru).
Inni vakt:
Innisvæði er skipt í tvennt, yngri og eldri nemendur, einn á vakt á hvoru svæði.
Þeir sem eru inni aðstoða nemendur á þann hátt sem best hentar hvaða aldri. Þeir taka við nemendum af leikvelli sem hafa meitt sig og sinna þeim og hleypa þeim inn sem þurfa að fara á snyrtingu.
- Fara niður í kjallara Túngötumegin.
- Senda innipúkana út.
- Minna á að við göngum á göngunum og erum ekki inni á skónum.
- Hengja föt á snaga.
- Setja skó í skóhillu.
Viðurlög við brotum á skólareglum
- Sjá agaferil
- Sjá lausnablað fyrir nemendur
- Atvikaskráning, sjá eyðublað
- Nemendaverndarráð fundar aðra hverja viku og agamál eru á dagskrá þess. Þar situr
- skólastjóri ásamt deildarstjóra stoðþjónustu, námsráðsgjafa, hjúkrunarfræðingi og fulltrúa þjónustumiðstöðvar.
- Ef foreldrar eru ósáttir við málsmeðferð geta þeir skotið máli sínu til skólanefndar sem fer með æðsta vald í málum skólans.
- Ef nemanda er vísað úr kennslustund vegna ótilhlýðilegrar hegðunar skal undantekningarlaust farið með hann til skólastjóra sem fær honum önnur verkefni.
- Alvarleg agabrotamál eru jafnan rædd í nemendaverndarráði og ef ástæða þykir til er leitað aðstoðar hjá sérfræðingum á þjónustumiðstöð.