Heimsókn í Melabúðina
Í útikennslunni á mánudaginn var, 26. janúar 2016, heimsóttu börnin í 1. bekk Melabúðina til að skoða þorramat.
Börnin hafa verið að lesa um söguna um Kugg og þorrablót eftir Sigrúnu Eldjárn. Ætlunin er að vinna með Þorrann á margvíslegan hátt í skólanum.
Eftir hádegisfrímínútur var boðið upp á þorramat í heimastofu og voru börnin órög að prófa matinn.
Nú hefur verið sett upp myndasafn á heimasíðu Landakotsskóla með myndum úr heimsókninni. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.