Samsöngur skólakóra

on .

Miðvikudaginn 17. febrúar 2016 tóku kórar Landakotsskólaskóla (4. - 6. bekkur og B hópur) þátt í samsöng skólakóra í Tjarnarsal Ráðhússins. Þar sungu 300 börn og fjórar söngdýfur nokkur lög í tilefni friðhátíðar sem þarna var formlega sett af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Söngurinn var sérlega fallegur og snerti alla viðstadda. Einn kórdrengurinn lýsti upplifun sinni á þann veg að hann hefði fengið gæsahúð – söngurinn hefði verið svo fallegur og hann hefði jafnvel líka séð einhver hrifningartár falla!

Á myndasíðu Landakotsskóla getur að líta safn með myndum frá generalprufunni, sem Navarana Berthelsen kennaranemi frá Grænlandi tók. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

Landakotsnemendur tóku þátt í Milljarður rís

on .

Landakotsnemendur tóku þátt í Milljarður rís

Föstudaginn 19. febrúar 2016 tók UN Women á Íslandi þátt í Milljarður rís þar sem dansað er fyrir réttlæti. Í ár var dansað af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýnt í verki að okkur stendur ekki á sama.

Nemendur og kennarar úr 5 ára deild, 1., 2. og 6. bekk auk yngsta stigs Alþjóðadeildar gengu niður í Hörpu og tóku þátt í átakinu.

Á myndasíðu Landakotsskóla getur að líta safn með myndum frá viðburðinum. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.