Útiföndur hjá 1. og 2. bekk
Þrátt fyrir slæma veðurspá skelltu nemendur og kennarar í 1. og 2. bekk sér út í jólaföndur í dag, mánudaginn 7. desember 2015. Meðferðis var föndurefni og heitur safi til að hlýja sér. Setið var úti í snjónum og þæft utan um köngla, kennararnir sögðu sögur og allir fengu heitan eplasafa í glas. Gott var að eiga saman notalega aðventustund undir berum himni.
Hægt er að skoða myndir sem Hulda Signý umsjónarkennari í 2. bekk tók í útiföndrinu í nýju myndaalbúmi í myndasafni Landakotsskóla. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.