Útiföndur hjá 1. og 2. bekk

on .

Útifundur hjá 1. og 2. bekk, 7. desember 2015

Þrátt fyrir slæma veðurspá skelltu nemendur og kennarar í 1. og 2. bekk sér út í jólaföndur í dag, mánudaginn 7. desember 2015.  Meðferðis var föndurefni og heitur safi til að hlýja sér. Setið var úti í snjónum og þæft utan um köngla, kennararnir sögðu sögur og allir fengu heitan eplasafa í glas. Gott var að eiga saman notalega aðventustund undir berum himni.

Útiföndur hjá 1. og 2. bekk, 7. desember 2015

Hægt er að skoða myndir sem Hulda Signý umsjónarkennari í 2. bekk tók í útiföndrinu í nýju myndaalbúmi í myndasafni Landakotsskóla. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

Kátakotskrakkar í jólaskapi

on .

Kátakotskrakkar í jólaskapi

Kátakot er að detta í jólaföndrið með tilheyrandi glimmeri og saman límdum lófum. Okkur þykir gaman að föndra og ætlum við að reyna að gera eitthvað skemmtilegt föndur í hverri viku fram að jólum. Í þessari viku, 1.-4. desember 2015, föndruðum við kransa sem má sjá á meðfylgjandi myndum.

Kátakotskrakkar í jólaskapi

Við ætlum að halda áfram að vera dugleg að vera úti og því er mikilvægt að góð útiföt séu til staðar og jafnvel auka sokkar og vettlingar.  

Glæsilegur árangur skákliðs Landakotsskóla á Jólaskákmóti TR og SFS, 29. nóvember 2015

on .

Glæsilegur árangur skákliðs Landakotsskóla á Jólaskákmóti TR og SFS, 29. nóvember 2015Fámennt en öflugt skáklið Landakotsskóla tók þátt í Jólaskákmóti TR og SFS, sunnudaginn 30. nóvember 2015. Tefldar voru 6 umferðir. Þrátt fyrir að lið skólans hafi ekki verið fullmannað, sem þýddi að í hverri umferð dæmdist sjálfkrafa af því 1 vinningur, gerði það þrjú jafntefli og sigraði í einni viðureign. Stóðu krakkarnir sig eins og hetjur og lentu í 10. sæti á mótinu.

Í vetur hafa farið fram vikulegar skákæfingar bæði í eldri og yngri flokki í skólanum og mátti sjá árangur þess á mótinu um helgina. Æfingarnar fara fram á frístundartíma og æfir 1.-4. bekkur á föstudögum kl. 14:10 og 5.-10. bekkur á mánudögum, kl. 14:10. Allir velkomnir. 

Jólaskákmót TR og SFS, 29. nóvember 2015

Hægt er að skoða myndir sem Una mamma Iðunnar tók á mótinu í nýju myndaalbúmi í myndasafni Landakotsskóla. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.