Hljóðheimar í frístund

on .

Hljóðheimar er námskeið sem börnum býðst í frístundastarfi Landakotsskóla. Á námskeiðinu gera börnin tilraunir með hljóðfæri, læra að hlusta eftir áhugaverðum hljóðum í umhverfinu og að skapa tónlist með hverju sem er.

Í myndbandinu má sjá börnin skapa spunatónverk með ýmsum hljóðfærum.

Sótt í smiðju Ásgeirs Trausta

on .

Nemendur í 6. og 8. bekk sóttu í smiðju Ásgeirs Trausta og fluttu lagið Leyndarmál í samsöng, föstudaginn 11. desember 2015. 

Drengir í 8. bekk útsettu lagið og léku undir söng drengja í 6. bekk.

Eins og sjá má var fjör og tóku nemendur og kennarar á öllum aldri vel undir.

Ferð á Borgarbókasafnið

on .

Ferð á Borgarbókasafnið, 8. desember 2015

5 ára börn, 1. og 2. bekkur fóru á Borgarbókasafnið í morgun, 8. desember 2015, að hlusta á skemmtilegar jólasögur sem allir höfðu gaman af.

Ferð á Borgarbókasafnið, 8. desember 2015

Hægt er að skoða myndir sem Hulda Signý umsjónarkennari í 2. bekk tók á Borgarbókasafninu í nýju myndaalbúmi í myndasafni Landakotsskóla. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.