Póllandsferð 10. bekkinga / English reports

on .

10. bekkingar í Póllandi, 13.-16. október 2015

Nemendur 10. bekkjar Landakotsskóla ferðuðust til Póllands dagana 13.-16. október 2015 og gekk ferðin glimmrandi vel. Valgerður mamma Gunnhildar, sem fór með hópnum ásamt Atla, sagði þau hafa verið kurteis, fyndin, góð hvert við annað og til fyrirmyndar í alla staði.

Fyrstu viku nóvember mun Landakotsskóli taka á móti hópi pólskra ungmenna og munu þá nokkrir listamenn, ljósmyndari, myndlistamaður og rithöfundar vinna með hópnum, auk Louise, Kjartans og Atla. Í myndasafni Landakotsskóla getur að líta valdar myndir úr Póllandsferðinni.

Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

 = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = =

Eftir heimkomuna hófust 10. bekkingar handa við að vinna verkefni í ensku hjá Louise, þar sem þeir skrifuðu stuttar frásagnir er tengjast Póllandsverkefninu. Hér getur að líta nokkur sýnishorn.

Sölva

The international school that we visited wasn´t that much different from Landakotsskóli. It was definitely bigger than Landakotsskóli, with 300 students in all. The classroom we visited was very empty, with big white walls, large windows that opened inward and only one closet which was locked. There were only 10 students in that class, which meant that they didn´t have enough tables for everyone and so there were two rows of chairs in the back of the classroom for both Icelandic and Polish students to sit at. We had English, Physics and Math class. One thing we learned from the students was that if you wanted to leave the school grounds to go the the shop, you had to either ask a teacher to go with them or sneak out, past the caretaker. After the classes and talking and playing games, we ate lunch and said our good byes for the time being. Later on we would meet again for dinner.

Emma

When the Polish students visit Reykjavík in November we are going to visit Harpa and look behind the scenes in the concert hall, take a tour of the Reykjavík Photography Museum, and go on a library walk with Úlfhildur Dagsdóttir. We will also be meeting Andri Snær Magnússon and Guðni Th. Jóhannesson. We will be visiting Arbæjarsafnið and Hafnahús. At the end of the week we will spend the day on Viðey, where we will have a photography workshop and a writer's studio. If the weather is good, we'll be grilling hotdogs. Yum!
We will be taking a trip to Hitt húsið to make some music and going swimming in Laugarsdalslaug.

Evrópska forritunarvikan stendur nú yfir

on .

programmers

Landakotsskóli tekur þátt í Evrópsku forritunarvikunni. Árni Magnússon, foreldri í Alþjóðadeildinni, hefur heimsótt skólann tvisvar í vikunni til að kenna vefforritun og hefur hann notið aðstoðar Kristians Guttesen, sem kennir forritunarval bæði í Alþjóðadeildinni og í íslenska hluta skólans.

Eftirfarandi kynning á Evrópsku forritunarvikunni er fengin af heimasíðu Skemu:

„Evrópska forritunarvikan (EU CodeWeek) [er] haldin dagana 10. – 18. október. Milljónir barna, foreldra, kennarar, frumkvöðla og stefnumarkandi aðila í Evrópu sameinast á viðburðum og námskeiðum gagngert til að læra forritun og til að auka tæknilega tilburði sína. Markmið vikunnar er að gera forritun meira sýnilega, svipta hulunni af hæfileikunum og stefna áhugasömum saman í lærdóm helguðum tækninni“ (Skema.is).

Í lok kennslunnar í dag, 15. október, var blaðamaður Barnablaðs Morgunblaðsins mættur ásamt ljósmyndara og tók viðtal við fjóra nemendur Alþjóðadeildarinnar sem tekið hafa þátt i forritunarvikunni. Það verður spennandi að sjá viðtalið í Barnablaðinu 24. október.

Hér má svo sjá afrakstur tímanna sem Árni stýrði og birtist á heimasíðu Landakotsskóla sem veftímarit Alþjóðadeildarinnar:

http://landakotsskoli.is/index.php/nemendur/is-newsletter

Vert er að fylgjast með veftímaritinu, þar sem nemendur Alþjóðadeildarinnar munu vinna áfram með það, uppfæra og bæta við efni.

[Uppfært 21.10.2015]

Nú hefur myndum frá Evrópsku forritunarvikunni/CodeWeek verið bætt í myndasafn Landakotsskóla. Hægt er að nálgast það í valstikunni undir Nemendur eða með því að smella hér.

Menningarferð í Hafnarfjörð

on .

 image2

image31. bekkur Landakotsskóla tók strætó í gær-
morgun, 12. okt, til Hafnarfjarðar til að skoða sýninguna „Heimurinn án okkar“ í Hafnarborg.

Áslaug, mamma í bekknum, tók á móti krökkunum með fræðslu um sýninguna.

image21Hópurinn hafði hádegismatinn meðferðis og snæddi utandyra.

Öllum í bekknum fannst sýningin flott og
hvetja aðra til að leggja land undir fót!

 „Heimurinn án okkar“ í Hafnarborgimage31