Dagur heimspekinnar

on .

20151124 140140 resized 1

UNESCO hefur lýst þriðja fimmtudag í nóvember alþjóðadag heimspekinnar, en haldið hefur verið upp á daginn síðan 2002. Með þessu er ætlunin að draga fram gildi heimspekinnar fyrir mannlega hugsun, fyrir menninguna og fyrir hvert og eitt okkar. Sérstök áhersla er lögð á að heimspekin geti höfðað til ungs fólk, þar sem hún stuðli að gagnrýninni og sjálfstæðri hugsun og geti þar með lagt fram skerf til betri skilnings á heiminum, stuðlað að umburðarlyndi og friði milli manna. Jafnframt er hvatt til atburða og samræðna á heimspekilegum nótum.

20151124 140042 resized 1

Í Landakotsskóla var haldið upp á daginn sl. fimmtudag, 19. nóvember 2015, með sýningu á verkum nemenda, en allir nemendur í almennri deild skólans stunda nám í heimspeki í vetur. Nemendur sömdu og tóku saman fjöldann allan af heimspekilegum spurningum og staðhæfingum út frá undrun sinni sem hafa verið til sýnis á göngum skólans. Allir sem áhuga hafa á að skoða og velta vöngum yfir heimspekilegum hugverkum nemenda eru hjartanlega velkomnir að þau augum í húsakynnum skólans fram í desember.

Veðurorð á degi íslenskrar tungu

on .

20151113 115110

Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2015, unnu 2. bekkur og nokkrir krakkar úr Alþjóðadeildinni saman verkefni. Þau fundu veðurorð og skrifuðu upp á íslensku, ensku og frönsku. Virkilega skemmtilegt og fræðandi.

20151113 11503020151113 115014

 

Krakkasíður Menntamálastofnunar

on .

Menntamálastofnun er nýtekin til starfa og þaðan kemur margs konar áhugavert efni. Menntamálastofnun heldur meðal annars utan um námsefnisgerð í vefformi og er mikið til af fínu efni sem kennarar og nemendur geta nýtt sér. Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun voru þetta vinnsælustu vefirnir á Krakkasíðum stofnunnarinnar í október:

Fingrafimi
Fingrafimi 2
Fingraleikir
Upplýsingatækni

Í stikunni hér á hægri hlið má opna forsíðu Krakkasíðnanna með því að smella á merki Menntamálastofnunar.