Expression of Magritte

on .

The international A-group have been thinking about Magritte the last days in Louise's class and now we can enjoy the outcome. 

Skákkeppni Landakotsskóla haldin í 5. sinn

on .

Það var kapp í nemendum þegar skákþjálfararnir Leifur og Hrafnkell stóðu fyrir skákkeppni unglingastigs Landakotsskóla fimmta árið í röð nú á miðvikudaginn. Við kynnum úrslitin nú á föstudaginn, þegar verðlaunaafhending fer fram. Skákáhuginn í skólanum er okkur ánægjuefni.

Góð þátttaka var í skákkeppni Landakotsskóla

Landakotsskóli sigraði í stærðfræðikeppninni Pangeu 2021

on .

Það var fulltrúi Landakotsskóla, Iðunn Helgadóttir, sem sigraði í úrslitum stærðfræðikeppninnar Pangeu 2021 í 8. bekk yfir allt Ísland.

Iðunn sigraði með yfirburðum en næstir á eftir henni voru Sólon Chanse Sigurðsson, Setbergsskóla, í 2. sæti, og Elvar Magnússon, Vatnsendaskóla í því þriðja. 

Við óskum Iðunni innilega til hamingju og erum að vonum afar stolt. 

Iðunn tekur við verðlaunum Pangeukeppninnar