Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.
(English below)
Dagur mannréttinda barna er haldinn 20. nóvember ár hvert. Á föstudaginn 19. nóvember var haldið upp á daginn í matsal skólans með barnaþingi. Tveir fulltrúar úr 1. – 10. bekk fluttu sitt hvora tillöguna frá sínum bekk og svöruðu með þeim spurningunni; Hvað getum við nemendur sjálfir gert svo okkur líði vel í skólanum? Hver bekkur ræddi með umsjónarkennara sínum ólíkar hugmyndir og var svo kosið í bekkjunum um það sem nemendum þótti mikilvægast. Viðstaddir barnaþingið voru þeir kennarar sem sjá um bekkjarráð á yngsta, mið- og unglingastigi; Hera Sigurðardóttir, Hulda Signý Gylfadóttir og Orri Erlingsson og formaður foreldrafélagsins Anna Lísa Björnsdóttir, ásamt Solveigu Shima sem heldur utan um Unesco verkefni skólans (sem þetta telst til). Tillögur nemenda eru til sýnis á vegg við matsal og verður unnið áfram með þær í nemendaráðum hvers stigs og skoðað hvernig megi koma þeim í framkvæmd eða gera hugmyndir sýnilegar – okkur öllum til áminningar.
Meðal tillagna voru:
- Að bjóða þeim að leika sem langar að vera með en þora ekki að spyrja.
- Að passa að dömubindi séu aðgengileg.
- Að passa upp á skólann og að hann sé snyrtilegur.
- Ekki sóa mat.
- Að vera góð hvort við annað.
- Að setja upp box þar sem nemendur gætu sett nafnlausar ábendingar ef þeir halda að einhverjum líði illa og að setja líka ábendingu um eitthvað sem má laga.
Nemendur sem tóku þátt voru:
Lyla Davidson og Yahya Sulaman Nawaz fulltrúar K hóps
Diljá Sæmundsen og Ottó Hugberg Torfason fulltrúar 1. bekkinga
Astrid Eygló Gísladóttir Moody og Dylan Rumi Opiparo-Hussain fulltrúar A hóps
Jón Gunnar Kjartansson og Rut Thors fulltrúar 2. bekkinga
Hilmir Steinn Örvarsson og Björn Ásmundsson fulltrúar 3. bekkinga
Magnús Alli Árnason og Saga Björk Svanlaugardóttir fulltrúar 4. bekkinga
Yuktha Avani Tandra og Deen Jacob Opiparo-Hussain, fulltrúar B hóps
Olga Aletta Roux og Benedikt Friðriksson fulltrúar 5. bekkinga
Sveindís Eir Steinunnardóttir og Matthías Jón Magnússon fulltrúar 6. Bekkjar
Ari Akil Alexson og Bríet Jóhanna Arnarsdóttir fulltrúar 7. bekkinga
Sonia Sokolova og Kristjana Amalia Eriksd. Quick
Ófeigur Ovadia Simha Hlöðversson og Tinna Sif Þrastardóttir fulltrúar 8. bekkinga
Chadman Ían Naimi fulltrúi D1 hóps
Auður Edda Jin Karlsdóttir fulltrúi 9. bekkinga
Ágúst Minelga Ágústsson og Katrín Jónsdóttir, fulltrúar 10. bekkinga
Caroline María Ólafsdóttir og Electra Sól Petzoldt fulltrúi D2 hkóps – 10. bekkinga
Muhammad Shayan Ijaz Sulehria og Viola Sbardella fulltrúar D2 hóps – 9. bekkinga
Children's Human Rights Day is held on November 20 every year. On Friday, the day was celebrated in the school canteen with a children's meeting. Two representatives from 1st - 10th grade each brought forward proposals from their class and answered the question with it: What can we students do to improve the well-being in school?
Each class discussed different ideas with their supervising teacher and the class then decided on which 2 issues they viewed as most important.
Attending the children's assembly were the teachers in charge of class councils at the youngest, middle and tennage levels: Hera Sigurðardóttir, Hulda Signý Gylfadóttir and Orri Erlingsson and chairman of the parents' association Anna Lísa Björnsdóttir, together with Solveiga Shima who manages the school's UNESCO project (which this was a part of). The students' proposals are on display on the wall by the canteen and will continue to be worked on in the student council meetings within each level. Together, we will be examining how the suggestions can be implemented or made visible - as a reminder to all of us.
Among the proposals were:
- To invite those who want to play but who are too afriad to ask
- To make sure that feminine hygiene products are accessible in toilets.
- Take care of the school and keeping it neat.
- Do not waste food.
- To be kind to each other.
- To set up a box where students can put anonymous tips if they think someone is feeling bad and to also put a tip on something that can be fixed.