Besta hönnunarverkefnið í keppninni First Lego League 2021

on .

thumbnail lego

Lið Landakotsskóla, Bananarnir, bar sigur úr býtum með besta hönnunarverkefnið í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League Ísland 2021. Í liðinu voru níu nemendur úr 7. bekk og fjallaði verkefnið um flutning á banönum og öðrum forgengilegum ávöxtum.

Keppt var í fjórum flokkum: forritun og hönnun, nýsköpunarverkefni, liðsheild og vélmennakappleik.

Við óskum nemendum og umsjónarmanni, Sinead Aine McCarron til hamingju með þennan frábæra árangur.

Þema hvers árs er byggt á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og varð þema ársins 2021 vöruflutningar (e. Cargo Connect) sem tengist Heimsmarkmiði nr. 9: Nýsköpun og uppbygging.

First Lego League 2021 var haldin rafrænt. Hlekkur á útsendinguna: https://livestream.com/hi/legokeppnin2022

 

Þorrinn boðinn velkominn!

on .

thmatur LKS3   upphlLKS3

Í dag 21. janúar er fyrsti dagur þorra. Sá dagur er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Þorri var fjórði mánuður vetrar í forníslensku tímatali og hófst á föstudegi, við upphaf hans taldist veturinn hálfnaður. Við fögnum komu þorrans á föstudegi vikuna 19.-25. janúar.

Í Landakotsskóla héldum við upp á daginn með þorramat sem hefð er fyrir að bera fram á þorra og sumir komu í þjóðlegum búningum s.s. upphlut, lopapeysum og öðrum flíkum úr lopa.

Gleðilegt nýtt ár 2022!

on .

nye

Gleðilegt nýtt ár óskum við öllum í Landakotsskóla með þökkum fyrir góð og vinsamleg samskipti á árinu sem er að líða.